Heilaheill á Stórhöfða.

Laugardaginn 12. ágúst héldu félagar Heilaheilla og gestir þeirra í reglulega sumarferð félagsins og þá til Vestmannaeyja í þetta sinn. Ekið var sem leið lá, í blíðskaparveðri, frá Reykjavík til Landeyjarhafnar. Þaðan var svo farið með Herjólfi, rúta og menn, og þegar út í eyjar var komið, var haldið beint á Stórhöfða. Þar var dvalið skamma stund í nær logni og undir heiðskírum himni. Þaðan var svo ekið um Vestmannaeyjar, þ.á.m. Eldfellið skoðað o.fl.. Þegar í miðbæinn var komið fundu menn til svengdar og var tekin ákvörðun um að borða á veitingastaðnum Slippurinn. Þar stóðust allir þar mætustu kröfum, bæði verð og gæði. Þá var haldið af stað og gossafnið Eldheimar skoðað. Þaðan var ekið um bæinn og komið var við í Skansinum og svo inn í Herjólfsdal. Eftir það var gengið um bæinn í blíðskaparveðri þar sem mikið var af fólki, – mest ferðamenn. Ferðalangar slöppuðu af og kynntu sér kaffihúsamenningu á hafnarbakkanum í Eyjum og fannst þeim vera komnir í alþjóðlegt umhverfi undan ströndum meginlandsins. Sjóferðin frá eyjunum gekk slysalaust og á leiðinni heim tóku menn til máls, – öllum til skemmtunar.

     
     

 

Sjá fleiri myndir hér!

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur