Hið árlega sumarferðalag félaga HEILAHEILLA og HJARTAHEILLA hófst að morgni 14. júní s.l. frá Síðumúla, höfuðstöðvum félaganna, vestur í Dali. Leiðsaga var ekki af verri endanum þar sem Árna Björnsson þjóðháttarfræðing var að finna. Það kom heldur ekki að sök að hann er einnig ættaður úr Dölum, nánar tiltekið frá Þorbergsstöðum. Veðrið var hið ákjósanlegasta […]
Hin reglubundni “Laugardagsfundur” félagsins var haldinn 1. desember 2012, í Síðumúla 6, Reykjavík. Þar sem það nálgaðist aðventuna, var þessi fundur með jólaívafi. Þeir feðgar, Þórarinn Eldjárn, rithöfundur, og Ari Eldjárn, uppistandari, skemmtu fundarmönnum undir yfirsskriftinni “Upplestur og uppistand” með eftirminnilegum hætti og stendur félagið í mikilli þakkarskuld við þá. Þá skemmtu einnig […]
Slagdagur HEILAHEILLA var haldinn laugardaginn 27. október 2012 og gekk vel að vanda. Margir lögðu leið sína í Smáralind, Kringluna í Reykjavík og á Glerártorgi á Akureyri og fengu leiðbeiningar frá hjúkrunarfræðingum og læknum hvernig hver og einn getur tekið á sér púlsinn og þekkt hann. Lögð var áhersla á gáttatifið, hjartagalla, er getur leitt […]
Laugardagsfundur 5. nóvember 2011 BORGARLEIKHÚSINUkl.11:00 -13:00 Litla sviðið Laugardagsfundur HEILAHEILLA verður á Litla sviðinu í BORGARLEIKHÚSINU 5. nóvember n.k. kl.11:00-13:00. Sérstakir gestir verða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, Guðrún Karlsdóttir, endurhæfingarlæknir á Grensásdeild. Inibjörg Sólrún Guðrún Karlsdóttir […]
Ingibjörg Sólrún og fleiri verða gestir á næsta laugardagsfundi og eru félagsmenn Heilaheilla og þeirra gestir hjartanlega velkomnir á áhugaverðan fund þar sem fjallað verður um endurhæfingu. Fundurinn verður haldinn, laugardaginn 5. nóvember kl 11.00–13.00 á Litla sviði BORGARLEIKHÚSSINS (gengið inn um aðaldyr) og er aðgangur ókeypis og reyndar öllum opinn. Margir góðir gestir koma […]
Opið hús á Grensásdeild verður laugardaginn 20. nóvember kl. 13.00 – 16.00 Með opnu húsi vill starfsfólk þakka fyrir frábærar undirtektir við átakið „Á rás fyrir Grensás“ og gefa almenningi kost á að kynna sér starfsemina, skoða húsnæðið, m.a. nýja þjálfunaríbúð og skoða fyrirliggjandi tillögur um breytingar og nýbyggingu. • Hollvinir Grensásdeildar, Heilaheill og fleiri samtök sem […]
Fulltrúar HEILAHEILLA, þau Guðfinn Heiða Axelsdóttir, Bergþóra Annasdóttir og Ingólfur Margeirsson sátu ráðstefna laugardaginn 27. september 2008 um notendastýrða þjónustu(borgarastýrða persónubundna aðstoð (BPA)) undir heitinu “Að vita sjálfur hvar skóinn kreppir”. Ráðstefnan var haldin á Grand hótel Reykjavík á vegum Félagsins FFA, Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur, sem í eru Sjálfsbjörg lsf, Þroskahjálp, Styrktarfélag lamaðra […]
Miðvikudaginn 7.júní 2006 hófst formlegt söfnunarátak fyrir sjóðinn Faðm, sem er stuðningssjóður fyrir unga foreldra sem hafa fengið heilablóðfall. Fundurinn var haldinn í Iðuhúsinu við Lækjargötu við fjölmenni. Fundarstjóri var Rósa Björk Brynjólfsdóttir og lýsti Heilaheill sem félagi fólks, sem fengið hefur heilablóðfall, aðstandenda þeirra og fagfólks. Meðal fundarmanna sáust Karl Sigurbjörnsson, biskup, alþingismennirnir Össur […]