Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, hélt fund með félögum á kaffistofunni Salt Café Bistro á Egilsstöðum 29.07.2013, er hann var staddur þar eystra. Blaði félagsins “Slagorð” og “Slagkortinu” var dreift meðal gesta og var gerður góður rómur að. Mikil bjartsýni var með félagsmönnum og fannst þeim að félagið ætti mikið erindi til fólks á austurlandi. Töldu […]
Lagt var af stað frá umferða miðstöðinni á Akureyri og haldið á Safnasafnið á Svalbarðströnd, margt var þar að sjá og höfðu menn gaman af heimsókninni. Síðan var haldið að Sólgarði í Fnjóskadal og teknir upp tveir félagar sem komu með í ferðina. Goðafoss var næstur á dagskrá og hann skoðaður, var mjög mikið vatn […]
Laugardaginn 8. Júní 2013 héldu félagar HEILAHEILLA og HJARTAHEILLA á Njáluslóðir í Fljótshlíð. Fararstjórn var ekki af verri endanum, þar sem hún var í traustum höndum Bjarna Eiríks Sigurðssonar, félaga í HEILAHEILL, er býr að Torfastöðum, Fljótshlíð. Fór hann með ferðalanga er voru hátt í 70 manns um fornar söguslóðir og var bók hans „Njálssaga, persónur […]
Reglubundni þriðjudagsfundur HEILAHEILLA var haldinn 30.04.2013 að Síðumúla 6, Reykjavík við góða þátttöku. Sérstakur gestur fundarins var Sigríður Magnúsdóttir, talmeinafræðingur, er flutti fyrirlestur og svaraði fyrirspurnum. Í ráði er að hafa svo einn fund sem slíkan þriðjudaginn 28. maí nk. með fagaðila og geta félagsmenn notað tækifærið og fræðst um málefnin og lagt fram fyrirspurnir. […]
Hinn reglulegi “þriðjudagsfundur” HEILAHEILLA [sjálfsefling/valdefling] var haldinn 2. apríl sl. í húsakynnum félagsins að Síðumúla 6, Reykjavík. Þessi fundur var þó sérstakur þar sem fagaðili úr heilbrigðiskerfinu og félagi HEILAHEILLA, Arndís Bjarnadóttir, sjúkraþjálfari og starfsmaður á Grensásdeild, ræddi við félagsmenn um endurhæfingu og lífið eftir áfall. Í ráði er að fagaðilar komi meira inn á […]
Eins og tekið hefur verið eftir er starfsemi Akureyringa með blóma fyrir norðan. Meir og meir eru heilaslagsþolendur, fyrir norðan, farnir að setja sig í samband við félaga HEILAHEILLA á Akureyri. Páll Árdal, einn af stjórameðlimum félagsins, hefur verið einn helsti tengiliður nýrra félaga og staðið að mestu fyrir starfseminni á Akureyri. Félagið hélt sinn […]
Þegar hátíðin er gengin í garð, um land allt, eru félagar HEILAHEILLA á Akureyri undir góðu yfirlætii á Greifanum á Glerárgötu, eins og sést hér á myndunum. Þeir koma þar alltaf saman annan hvern þriðjudag hvers mánaðar kl.18-19 og deila með sér reynslu sinni, þá með öðrum er hafa gengið í gegnum það sama og […]
Hin reglubundni “Laugardagsfundur” félagsins var haldinn 1. desember 2012, í Síðumúla 6, Reykjavík. Þar sem það nálgaðist aðventuna, var þessi fundur með jólaívafi. Þeir feðgar, Þórarinn Eldjárn, rithöfundur, og Ari Eldjárn, uppistandari, skemmtu fundarmönnum undir yfirsskriftinni “Upplestur og uppistand” með eftirminnilegum hætti og stendur félagið í mikilli þakkarskuld við þá. Þá skemmtu einnig […]
Heilaheill á Norðurlandi hlélt fund þriðjudaginn 14. nóvember á Stássinu á Greifanum. Vel var mætt og komu nokkrir nýir aðilar á fundinn, sem höfðu heyrt um félagið á Slagdeginum. Nokkrir félagar, sem ekki gátu komist, báðu fyrir kveðjur á fundin. Næsti fundur Heilaheilla á Norðurlandi verður þriðjudaginn 11 desember […]
Heilaheill á Norðurlandi hélt upp á slagdaginn 27. október 2012 á Glerártorgi, Akureyri og var mikill hugur í mönnum. Margir komu í blóðþrýstingsmælingu og spjölluðu við félaga, lækna og hjúkrunarlið, þar á meðal Lilli klifurmús, er vakti mikla kátínu. Það kom í ljós að nokkrir þeir er komu höfðu fengið slag, heilablóðfall, en vissu ekki um félagskap, […]