Hugvekja 2014

 

Gleðilegt að sjá ykkur hér

Það fer vel á því við undirbúning jólanna
Að kalla saman fulltrúa tvenns konar jóla
Prestinn sem fulltrúa hinna alvarlegu hlið jólanna og ætlast til að hann tali eitthvað slíkt
Og Kristbjörgu Kjeld að les sögu úr bók sem  Jóhannes úr Kötlum gaf ût.
Þann ágæta Dalamann sem er gôður fulltrúi ærslamenningarinnar ef svo má segja
Hinnar léttari hliðar, grýlu og jólasveinanna sem setja sem fyrr bæði svip á aðventu og jól.
Stundum hafa þessar tvær hliðar tekist á. Kristin kirkja hefur stundum verið með snúð út í þessi háveraldlegu ærsl en á ekkert með það og hefur aldrei.
Jólin voru heiðin hátíð til þess að fagna viðsnúningi sólar, kristnin tók hana yfir og getur engu kennt nema sjálfu sèr að þurfa að deila henni.

Nú er það svo að jólasveinatrúin fjarar út með aldri en herðist á hinni ef eitthvað er með hækkandi aldri.
Þetta er frekar skrítið því ekkert er ósennilegra að sveinar búi í fjöllum upp á hálendi Íslands en að Guð og Jesú sitji einhvers staðar uppi í himninum.
Áður fyrri var himinhvolfið reyndar lítt rannsakað og við trúðum því bókstaflega 
að himnaríki með Guði englum væru þarna einhvers staðar.
Nú er hins vegar búið að hrekja Guð úr flestum vigstöðvum sínum og hann eða hún er varla lengur persónugerður heldur smættaður niður í vera kærleikur, vera allstaðar, í gaðslöngu, jafnvel bara í hugskoti þínu eða í náunga þínum, í hverju litlu barni o.s.frv.
Frásagnir sem áður þòttu dagsannar eru nú sagðar líkingar, dæmisögur, ljóð eða hver veit hvað.
Samt trúum við á Guð, þ.e. mörg okkar, ekki því að Grýla búi í helli í Esjunni.  Og það er eimitt þetta sem trú er.
Þrátt fyrir það að rökfræðilegur radar okkar segi okkur að hitt og þetta geti ekki verið eða sé ekki sennilegt, þá bara trúum við. Þetta er ekta  trú.
Öðruvísi en bókstafstrú sem gerir kröfu um bókstaf. Eitthvað bókstaflegt.
Svoleðis er það ekki hjá flestum okkar. Trú okkar er svolítið eins og jólasveinatrú barnsins. Við trúum bara.

Öfgar fylgja trüarbrögðum. Alltaf eru einhverjir sem trüa því að þeir einir viti. Að þeir séu í sérstöku sambandi við Guð.
Slíkur maður,manneskja, hreyfing, telur að hann megi allt.
Hann er í sérstöku sambandi. Sérstaklega eru slíkir hættulegir ef þeir komast yfir hreyfingu jafnvel ríki.

Til eru þeir sem segja að létttrúaða fólkið, eins og fólkið í þjóðkirjunni okkar, sé láglendið sem gerir fjöllin möguleg, þ.e. Geri öfganar mögulegar.
Aðrir segja að hinir hófsömu haldi öfgunum frá. 
Eg er á þeirri skoðun. Þess vegna styð ég hófsama þjóðkirkju.
Sem jàtar trú á guð og Jesú og heilagan anda.
En án þess að það skyldi mig til að vera ámóti hinu og þessu.
Eða að ráða yfir öðrum.
Okkar guð er fyrst og fremst góður.
Þess vegna undibúum við jólin með öfgalausum  hætti. Undibúum okkur að taka á móti jesúbarninu sem minnir okkur fyrst og síðast á hið góða, á kærleikann, sem svo nauðsynlegt er að bera inn í heiminn.

Baldur Kristjánsson

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur