Faðmur hélt styrktartónleika í SALNUM 8. nóv. s.l. og Katrín Júlíusardóttir, alþingismaður, formaður sjóðsins, bauð áhorfendur velkomna og þakkaði stuðninginn. Hún greindi frá því að Faðmur Heilaheilla væri styrktarsjóður er styður barnafjölskyldur þar sem foreldri hefur fengið heilaslag/heilablóðfall. Hún greindi frá því að hægt væri að sækja um styrki úr sjóðnum fyrir tómstundir, námi eða öðrum óvæntum útgjöldum í tengslum við líf og störf barnanna sem erfitt er að mæta sökum tekjuskerðingar meðan á veikindum stendur.
Þá tók Sigmundur Ernir Rúnarsson við með skemmtisögum úr fréttamannsstarfinu og viðskiptum sínum við þjóðfræga menn. Þórunn Lárusdóttir leikkona og verndari sjóðsins tók lagið með eiginmanni sínum Snorra Petersen.
Þá tók Guðrún Gunnarsdóttir, söngkona lög eftir eiginmann sinn Valgeir Skagfjörð. Þá komu ungir menn fram sem kalla sig Vallagerðisbræður og fluttu lög af plötu sinni Æskunnar Förunautar, sem er komin út.
Þá kom best geymda leyndarmálið úr sveitinni Hjónabandið úr Fljótshlíðinni og flutti lög. Elísa Geirsdóttir og Guðmundur Pétursson fluttu svo lög af nýjustu plötu hennar, Empier Fall.
The Viking Giant Show fluttu lög af væntanlegri plötu sinni og héldu uppi fjörinu. Allir er komu fram gáfu framlag sitt til styrktar þessu málefni og lögðu sitt af mörkum til þess og eiga miklar þakkir skilið fyrir óeigingjarnt starf.
Hægt er að styrkja Faðm með því að leggja inn á bók nr. >0101< -05-290900-611294 2209