Stórfrétt! Segabrottnám í heilaslagæðum

Segabrottnám í heilaslagæðum

Segabrottnám í heilaslagæðumEins og Björn Logi Þórarinsson, taugalæknir á LSH, tjáði fundarmönnum á fundi HEILAHEILLA s.l. laugardag 6. janúar 2018, að í vændum væri að taka upp markverðar nýjungum hér á landi við segabrottnám í heilaslagæðum á Landspítalanum!

Þá kom yfirlýsing frá Pétri H. Hannessyni yfirlækni röntgendeildar um að frá og með deginum í dag (9. janúar 2016) verður boðið upp á segabrottnám í heilaslagæðum sem þróunarverkefni.

Þessu segabrottnámi lýsir Björn Logi nokkuð vel sem sjá má á myndupptöku af fundinum hér:

Þessi þjónusta verður því miður ekki samfellt í boði þar sem hún byggir að svo stöddu á einum sérfræðilækni. Að öllu jafna verður þetta inngrip framkvæmt á virkum dögum frá kl 08-16. Ekki er um vaktþjónustu að ræða og það munu vera tímabil þar sem engin þjónusta er í boði.

Þetta helgast af því að um þróunarverkefni er að ræða en vonandi verður unnt að auka þessa mikilvægu þjónustu áður en langt um líður. HEILAHEILL fagnar að sjálfsögðu þessum áfanga, – við erum með þessu að vera þjóð meðal þjóða í þessari meðhöndlun. En megin markmið félagsins er að snemmtæk íhlutun til atvinnutengdrar endurhæfingar hlýtur að vera markmiðið hverju sinni, – því betur má ef duga skal! Því fyrr sem meðhöndlun blóðþurrðarsjúklins getur hafist, því meiri líkur á að koma í veg fyrir varanlegan skaða, sem er mikill sparnaður fyrir allt samfélagið, – svo ekki sé minnst á fjölskylduna! Þegar ferli sjúklinga með slag innan tímamarka er lýst sem hluti heildstæðs verkferils, þá hlýtur að vakna sú krafa að gengið sé til fulls í þessum efnum, – fjölga sérfræðilæknum og vera með vaktþjónustu allan sólarhringinn og að ekki sé um tímabundna þjónustu að ræða!

Þátttaka félagsins í þessu átaki er útgáfa HEILA-appsins í alla snjallsíma sem virkar sem öryggishnappur fyrir hvern og einn er kennir sér slags.

Hægt er að sjá leiðbeiningar um það hér!

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur