Fulltrúar Heilaheilla, Þórir Steingrímsson, formaður, Kristín Stefánsdóttir, Birgir Henningsson og Harpa Jónsdóttir sátu sem fulltrúar félagsins 33. þing landssambands fatlaðra Sjálfsbjargar, að Hátúni 12, í Reykjavík dagana 19. til 20.
Þingið ályktaði um brýn málefni fatlaðra, sem m.a. varða stoðþjónustu og hjálpartækjamál. Sérstaklega var ályktað um væntanlegt frumvarp til laga um mannvirki, sem er í undirbúningi hjá umhverfisráðuneytinu, og koma skal í stað eldri byggingarlaga. Þetta frumvarp snertir stærsta hagsmunamál Sjálfsbjargar, að tryggja aðgengi allra að byggingum og umhverfi, en samtökin gera ráð fyrir stórstígum framförum í aðgengismálum fatlaðra þegar þetta frumvarp verður að lögum og fylgjast með framgangi þess af miklum áhuga.
Kosin var ný framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar, Ragnar Gunnar Þórhallsson, formaður, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, varaformaður, Anna Guðrún Sigurðardóttir, ritari, Þórir Steingrímsson, gjaldkeri og Herdís Ingvadóttir, meðstjórnandi.