Vestfirðingar fræðast um HEILAHEILL

Vestfirðingar

VestfirðingarLaugardaginn 17. mars héldu fulltrúar HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson formaður og Baldur Kristjánsson stjórnarmaður til Ísafjarðar og funduðu með heimamönnum, sjúklingum, aðstandendum og fagaðilum á HVEST (Heilbrigðisstofnun Vestfjarða) með góðri aðstoð Harðar Högnasonar, hjúkrunarfræðings er hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá stofnuninni.

Var þetta liður félagsins í að stuðla að vitund almennings um slagið (heilablóðfallið) um allt land, útbúa fræðsluefni, standa fyrir fræðslustarfsemi, vera málsvari og standa vörð um hagsmuni félagsmanna og bjóða upp á stuðning og ráðgjöf. HEILAHEILL vinnur á sviði félagasamtaka og í samvinnu við þau, er starfa á sviði endurhæfingar, málefnum fatlaðs fólks, forvarna, fræðslu og fjölskyldu- og jafnréttismála.

Með þessu er félagið að vinna að þessu sinni að verkefnum er hvetja til sjálfstæðis og aukinnar virkni og þátttöku í samfélaginu með sérstakri áherslu á ungt fólk sem býr við félagslega einangrun.

Eftir fyrirlestur þeirra voru bornar fram margar fyrirspurnir og fundarmenn gæddu sér á kaffi á meðan og héldu öllu fróðari heim á leið. — with Baldur Kristjánsson.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur