06.09.2014
Guđbrandur biskup fékk heilablóđfall!

Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur og leikkona, heimsótti félagsfund HEILAHEILLA laugardaginn 6. september sl. og las upp úr bókinni "Heimanfylgja", er fjallar um uppvöxt Hallgríms Péturssonar á Hólum í Hjaltadal upp úr aldamótum, í tengslum við Guðbrand biskup Þorláksson, sem er þekktastur er fyrir Guðbrandsbiblíu.  Lýsti hún á skemmtilegan hátt samskiptum þeirra.  Það sem vakti athygli fundarmanna er að hún heimfærði slagorð félagsins "Áfall er ekki endirinn" yfir á líf Guðbrands biskups Þorlákssonar þar sem hann fékk heilablóðfall 1623 og þá samskipti hans við Halldóru, dóttur hans, eftir það.  Vildi Steinunn meina að það hafi ekki verið honum til trafala við að halda völdum eftir það.  Höfðu fundarmenn á orði að um um skemmtilega framsetningu á efni bókarinnar hafi verið um að ræða og í samræmi við það sem HEILAHEILL stendur fyrir.  Jafnfram þökkuðu menn henni fyrir fyrri bækur hennar.

    

Gerast félagi

Útvarp heilaheilla

Viđburđaskrá

 «   » 
SMŢMFFL
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31