Getur Ísland verið þeim fremstu?

Vel sóttur fundur Heilaheilla var haldinn í húsakynnum félagsins í Mannréttindahúsi ÖBÍ laugardaginn 6. apríl 2024, með nettengingu um landið á Zoom.  Eftir stutta framsögu, Þóris Steingrímssonar, um heilablóðfallið, að það væri leiðandi dánarorsök og fötlunar er fer fjölgandi.  Á hverju ári fá nærri 1,5 milljónir manna slag (heilablóðfall) í 32 Evrópulöndum.  Slagið getur verið hrikalegt – leitt til dauða, jafnvel ævilangrar fötlunar, er rýrir líf slagþola og ástvini þeirra. Þeir sem lifa af munu ganga til liðs við meira en níu milljónir evrópskra skagþola er lifa nú við langvarandi heilsufar, félagsleg og fjárhagsleg áhrif.  Byrði áfallsins hvílir á okkur öllum, sérstaklega þeim sem lifa af slagið og umönnunaraðila þeirra er búa við afleiðingar þess á hverjum degi. Við skulum grípa til aðgerða til að draga úr og lágmarka álag á samfélög okkar.

  • Kostnaðurinn mun aukast ef við aðhöfumst ekkert.
  • Vitund almennings og forvarnir munu draga úr fjölda innlagna á sjúkrahúsum og draga úr kostnaði.
  • Skjótur aðgangur að meðferð og endurhæfingu mun draga úr fötlun og langtímakostnaði
  • Skipulagður langtímastuðningur þýðir að fólk er félagslega hreyfanlegt að komast aftur í vinnu og menntun

Eftir hann komu Björn Logi Þórarinsson lyf- og taugalæknir og dr. Marianne E. Klinke, forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga, bæði starfandi á taugadeild Landspítalans B2, og fluttu fréttir um ráðstefnu SAPE (Stroke Action Plan for Europe) er þau sóttu í janúar s.l..  Margar fyrirspurnir voru bornar fram og voru þau bjartsýn á að Ísland tæki þátt í þessari aðgerðaráætlun samtakanna með opinberri yfirlýsingu stjórnvalda

.  

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur