Fundargerð stjórnar 19. mars 2024

Mættir:  Þórir Steingrímsson, formaður, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Björk Þórðardóttir ritari, Kristín Árdal og Gísli Geirsson, varastjórn.

Formaður auglýsti eftir athugasemdum við boðun fundar eða dagskrá.  Engin hreyfði athugasemdum.

Dagskrá:

  1. Stjórnin skiptir með sé verkum
  2. Formaður gefur skýrslu
  3. Fjármál félagsins
  4. Staða félagsins
  5. Önnur mál

Fyrsti fundur eftir aðalfund þar sem Gísli kom nýr inní stjórn en aðrir héldur áfram nema Baldur Kristjánsson hætti í stjórn og þökkum við honum góð störf fyrir Heilaheill undanfarin ár.

  1. Stjórnin skiptir með sé verkum
  2. Skipað í embætti:
    Þórir formaður, Páll gjaldkeri, Sædís ritari, Kristín og Gísli meðstjórnendur.
  3. Fjármál félagsins:
    Páll fór yfir fjármál félagsins , ágætis mál félagsins.
  4. Staða félagsins
    Þórir kynnti siðareglur félagsins og innri starfsemi:

Siðareglur HEILAHEILLA 2019

Starfsemi félagsins

  • Ákveðið að hafa stjórnarfund 1 mánudag hvers mánaðar kl. 16.30
  • Félagsfundir í Reykjavík og Akureyri 1 x í mánuði næst verður Margrét Ákadóttir gestur í Reykjavík.
  • Nýtt kerfi hefur verið tekið upp í boðun funda, en það er í gegnum SMS kerfi
  • Sumarferð það hefur dregið úr þátttöku sl. ár, en var síðast 16 manns fyrir nokkrum árum
  • Reynt var að hafa ferð í Borgarfjörðinn s.l. ágúst en þá náðist ekki næg þátttaka, stefnt er á ferð í byrjun júní og verður það auglýst fljótlega.
  • Slagdagurinn er 29 október , og hafa þá verið allskonar uppákomur og fyrirlestrar og fl. Bæklingum hefur verið dreift og félagsmenn Heilaheilla hafa verið með kynningar í t.d. Kringlunni og Smáralind
  • Reynt hefur verið að vera með fjölbreytta bæklinga og upplýsingar.  Allskonar bæklingar gefnir út , m.a. leibeiningar vegna málstols.  Hópur með málstol gaf út lítil kort sem hægt var að afhenda t.d afgreiðslufólki til leiðbeiningar SAP-E, fagaðila hópur og vísindasamfélagið, landsfulltrúar í honum eru Björn Logi, Marianne Klinke og Þórir fyrir Heilaheill.  
  • Heimasíða, stjórn getur skrifað frétt eða annað og birt inná síðunni , Þórir búinn að setja frétt um ferðina til Dublin
  • Hjartaheill, Kristín er tengiliður við það SAFE var stofnað 2004 en Heilaheill aðilar síðan 2011.
  • 1500 eru á mismundandi póstlistum Heilaheilla.
  • Umræða um póstlistann hvernig hægt er að halda honum réttum , útbúa fréttabréf og senda upplýsingar til félagsmanna félagsgjald, rétt heimilisfang, netfang símanúmer , Sædís gerir uppkast
  • Mörg verkefni framundan, hjá Heilaheill
  • Við getum sjálf skoðað og kynnt myndbönd sem eru á heimasíðunni
  • Páll talar um sumarferð Akureyringa í Skagafjörðinn í jún
  • Fyrirlestur áætlaður í Árbæ hjá Rotary n.k. fimmtudag Þórir mætir þangað.
  1. Önnur mál
    Annað ekki rætt
Fundi slitið 18.15
Fundaritari
Sædís Björk Þórðardóttir

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur