04.09.2016
Lugardagsfundur Heila-Appsins

Fróðlegur "Laugardagsfundur" var haldinn 3. september í húskynnum félagsins í Sigtúni 42, Reykjavík.  Þórir Steingrímsson, formaður félagins, bauð fundarmenn velkomna og fór stuttlega yfir stöðu félagsins og hvað væri framundan.  Þá lagði hann áherslu á útkomu Heila-Appsins, sem hafði mælst mjög vel fyrir og væri hátt um 1000 manns búnir að hlaða því inn.  Margar fyrirspurnir voru bornar fram og komu nokkrir fundarmenn með snjallsíma sína og fengu leiðbeiningar um hvernig hægt væri að setja það inn.  Þegar farið er inn á veitur viðkomandi síma, s.s. Apple Store, Google Play, Windows Play o.s.frv., þá er nafnið Heilaheill slegið inn.  Þegar appið birtist þá er boðið upp á niðurhal.  Fyrsta viðmótið biður um kennitölu viðkomandi.  Þegar hún er slegin inn og þá er appið orðið persónulegt.  Ef viðkomandi þarf á aðstoð Neyðarlíunnar að halda, þá sendir snjalltækið kennitöluna í textaboðum (SMS) til Neyðarmóttökunnar og þá er starfsmönnum kunnugt um um hver hringir og út af hverju! Ef viðkomandi er kominn að því að missa meðvitund, glata máli sínu eða jafnvel getur ekki gert grein fyrir stöðu sinni, þá getur Neyðarlínan hafið leit að viðkomandi og fundið hann með mikilli nákvæmni, svo framarlega sem GPS-merki símans er leyft, - en það sést á grænu ljósi efst til vinstri í aðalmynd appsins.  

           

Margt bar á góma og að það velktist sérstaklega fyrir mönnum, að þegar setja átti appið inn, að þá mundu þeir ekki eftir aðgangsnúmerinu sínu í veitunni.  Hægt er að sækja það og endursetja með auðveldum hætti.  Oftast er netfang viðkomandi sem ID: í veitunni , en það vantar bara aðgangsnúmerið.  Notandinn getur þá valið kost sem er oftast nefndur "Forgot my password" (Gleymdi aðgangsnúmerinu mínu) og fengið slóð/tengil inn á tölvupóstnetfangið sitt, sem veitan er með skráð hjá sér.  Með því að smella á slóðina þá getur notandinn endursett aðgangsorðið sitt með auðveldum hætti og svo er um að gera að muna það!

 

Frekari upplýsingar, smellið á hér!

Gerast fÚlagi

┌tvarp heilaheilla

Vi­bur­askrß

 «   » 
SMŮMFFL
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31