30 ára afmælisfundur HEILAHEILLA var haldinn í húsakynnum félagsins 7. desember 2024 í Mann-réttindahúsinu ÖBÍ, Sigtúni 42, Reykjavík, með fjartengingu til félagsmanna um allt land. Þórir Steingrímsson, formaður, fór stuttlega yfir stofnun félagsins og hvers hlutverk þess er í dag, en félagið tekur þátt í sameiginlegu átaki evrópskrar aðgerðaráætlunar SAP-E, þar sem fagaðilar og sjúklingar í Evrópu taka höndum saman er varðar heilablóðfallið, byggt á undirrituðu samkomulagi er samtökin ESO og SAFE gerðu með sér 2018, þar sem gert er ráð fyrir að hvert land fyrir sig innan samtakanna vinni að ákveðnum markmiðum er varðar heilablóðfallið. HEILAHEILL er þá orðinn formlegur aðili SAP-E og er þegar hafin samvinna við fagaðila hér á landi um það, skv. sérstakri greiningu. Lögð er á það áhersla að einstaklingurinn njóti samræmis hvar sem þeir á landinu búa. Gestur fundarins var Illugi Jökulsson útvarpsmaður og rithöfundur og las úr bók sinni “Rétt áðan“, við góðar undirtektir fundarmanna