Fundurinn hófst kl.16:00 með nettengingu á vegum félagsins og Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, bauð þátttakendur velkomna, en þau voru, auk hans Þórun Hanna Haraldsdóttir, forstöðutalmeinafræðingur á Reykjalundi; aðjúnkt við námsleið í talmeinafræði, HÍ; Björn Logi Þórarinsson lyf- og taugalæknir (ESO); Ingibjörg Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Neskaupstað; Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, yfirlæknir og umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og Guðrún Jónsdóttir heimilislæknir/ sjúklingur HEILAHEILL (SAFE). Flutti Þórunn greinargóðann fyrirlestur um “TALÞJÁLFUN EFTIR SLAG”. Eftir hann hófust UMRÆÐUR um samskipti fagaðila á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðarinnar, er varðar málstolið.
Eftir fundinn fundinn varpaði Súsanna Björg Ástvaldsdóttir fram athugasemdum:
- Reykjalundur – Endurhæfing vegna heilablóðfalls.
- Eru einhverjir takmarkandi þættir fyrir því að fá endurhæfingu eftir heilablóðfall, td. aldur, líkamleg geta, vikur frá heilablóðfalli?
- Hver er hugsanlegur biðtími eftir endurhæfingu?
- Er einhver möguleiki á því að stofnanir á landsbyggðinni njóti forgangs fyrir slagsjúklinga með málstol á þeim grunni að engin talmeinafræðingur er starfandi á stofnuninni?
- Allar þessar spurningar skipta miklu máli þegar kemur að því hvetja fólk til að fara í endurhæfingu á Reykjalund. Það hefur verið mjög bagalegt að ganga hart að fólki að fara í endurhæfingu á Reykjalund og fá svo neitun eftir margar vikur.