Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur og myndlistamaður og Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, héldu kjarnafund með góðu fólki á Akureyri 1. júní 2011 sl. í „Stássinu“, Greifanum. Á fundinn komu þeir sem hafa orðið fyrir slagi, aðstandendur, læknir og sjúkraþjálfari, þ.e.a.s. allir þeir sem láta sig málefnið varða. Eftir að fundarmenn höfðu minnst Ingólfs Margeirssonar, var sýnd kvikmynd af laugardagsfundi HEILAHEILLA, er haldinn var að Síðumúla 6, Reykjavík, 7. maí sl., þar sem Ingólfs var minnst og Dr. Hjalti Már Þórisson, röntgensérfræðingur, „stjúptengdasonur“ Ingólfs afar fróðleg erindi sem hægt er að sjá vídeóupptöku hér á heimasíðunni og á YouTube.com. Mikill hugur var í norðanmönnum og flutti Þorvaldur afar fróðlegt erindi um sína reynslu og fleytti kappi í fundarmenn. Páll Árdal og Helga Sigfúsdóttir hafa verið driffjaðrir þessa „norðankjarna“ er þegar hefur afkastað miklu, m.a. verið með heilakaffi, sumarferðir, slagdag og verið í samstarfi við Hjartaheill og það var hugur í mönnum að vera með það áfram.