Mættir: Þórir Steingrímsson, formaður, Sædís Björk Þórðardóttir ritari, Kristín Árdal og Gísli Geirsson, varastjórn.
Fjarverandi: Páll Árdal, gjaldkeri, boðaði forföll
Formaður auglýsti eftir athugasemdum við boðun fundar eða dagskrá. Engin hreyfði athugasemdum.
- Formaður gefur skýrslu
Góðgerðarpizzan hjá Dominos í ár völdu Heilaheill til að vera það góðgerðarfélag sem verður styrkt. Þórir fór með Hrefnu Sætran í viðtal á Bylgjunni í morgun til að kynna Góðgerðarpizzuna sem er núna Grilluð papríka, kantolía, oregano, pepperoni, rauðlaukur, Salatostur, sósa og ostur. Þurfum öll að vera dugleg að hvetja fólk og fyrirtæki til að taka þátt í þessu með okkur, Ætlum að útbúa smá bréf og senda út á einhver fyrirtæki. Mikill hugur í Heilaheill og Domino´s um að þetta skili vel. - Fjármál
Þar sem gjaldkerinn komst ekki vegna veikinda var ekki farið yfir þennan lið, en skilaboð komu frá Páli gjaldkera að ekki væru til miklir peningar. - Fulltrúar á þing ÖBÍ
Stefnuþing ÖBÍ réttindasamtaka verður haldið þriðjudaginn 30. apríl 2024, kl.14.00-18.30, á Zoom. Skráning er rafræn og þurfa upplýsingar um fulltrúa að berast eigi síðar en 16. apríl. Ákveðið var að umræðuefni stefnuþings 2024 yrði aðild og nafn samtakanna og fóru umræður um málið meðal annars fram innan stjórnar og á formannafundi ÖBÍ sem haldinn var 7. febrúar 2024. Stjórn Heilaheilla formaður, gjaldkeri og ritari munu taka þátt í stefnuþinginu og varamenn yrðu varastjórnendur ásamt Gurli Geirsson. - Talmeinafræðsla/FAST-hetjurnar .
Búið er að senda og biðja um fund með talmeinafræðingum, vegna áframhaldandi talþjálfunarnámskeiða, verður fljótlega fundur. Getum vonandi ráðstafað pening til þessa verkefnis með Dominos Styrknum, m.a. Angels verkefnið / Fast hetjurnar. Verið að undirbúa átak þar um. - Önnur mál .
Laugardagsfundurinn þann 6. Apríl gekk mjög vel,mættir voru um 10 manns og nokkrir voru á Zoom. Marianne E. Klinke og Björn Logi komu og voru með kynningu á hvað þau hafa verið að gera og hvað sé í gangi í hjá fagaðilum í sambandi við Heilaslag. Margar spurningar komu til þeirra sem er frábært, en rætt var um að fólk væri ekki með persónulegar spurningar á fundum sem læknar og aðrir eiga erfitt með að taka afstöðu til og
svara. Skoða þarf útgáfumál þegar rofar til í fjármálunum.Fundi slitið
Fundarritari
Sædís Björk Þórðardóttir