Eflist Ísland gegn slaginu?

Á dögunum voru helstu sérfræðingar landsins á merkri ráðstefnu ESO Dr. Anna Bryndí Einarsdóttir, yfirlæknir á Taugadeild Landspítalans, Dr. Marianne Elisabeth Klinke, forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga, Ragnheiður Sjöfn Reynisdóttur, taugasérfræðingur og deidarstjóri á deildinni, Brynhildur Thors, taugasérfræðingur, Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugasérfræðingur, ásamt nokkrum taugahjúkrunarfræðingum á B-2.  Allir þessir sérfræðingar standa með okkur í liði, innan Evrópuverkefnisins  SAP-E, um:

  • fækka heilablóðföllum hér á landi um 10%; (a.m.k. draga úr vexti um 10%);
  • meðhöndla sjúklinga með heilablóðfall hér á landi á sérhæfðri bráðaeiningu um land allt,  eins og er á Landspítalanum;
  • hafa landsáætlun um heilablóðfall er nær yfir allar heilbrigðisstofnanir frá sjálfbærni til lífs eftir heilablóðfall;
  • innleiða að fullu! áætlanir fyrir fjölþátta lýðheilsuaðgerðir til að stuðla að og auðvelda heilbrigðan lífsstíl og að draga úr umhverfisþáttum (þ.m.t. loftmengun), félagslegum og efnahagslegum þáttum sem auka hættu á heilablóðfalli.erum við sem þjóð meira og minna meðvituð um orsaklir og afleiðingar heilaslags.
Ragnheiður Sjöfn Reynisdóttur, taugasérfræð-ingur og deidarstjóri, Dr. Anna Bryndí Einarsdóttir, yfirlæknir á Taugadeild Landspítalans, Dr. Marianne Elisabeth Klinke, forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga, Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugasérfræðingur
Ragnheiður Sjöfn Reynisdóttir, taugasérfræð-ingur og deidarstjóri, Dr. Anna Bryndís Einar-sdóttir, yfirlæknir á Taugadeild Landspítalans, Dr. Marianne Elisabeth Klinke, forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendur-hæfingasjúklinga, Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugasérfræðingur

Með mikilli hvatningu, fundarhöldum, útgáfu o.s.frv. undanfarin ár hefur félagið reynt að vekja athygli á helstu og einkennunum heilablóðfallsins, en þau eru: sjóntruflun; lömun útlima; andlitslömun og glatað mál, (SLAG) í von um að draga úr áfallinu og afleiðinga þess.  Samkvæmt síðustu rannsóknum 2024 að í Evrópu einni eru u.þ.b. 1,1 milljón manna er fær slag á ári, er veldur 460.000 dauðsföllum!  Hér á landi eru u.þ.b. 2 á dag!  Tveimur of mikið!  Og fer því fjölgandi!  Ástæðan eru óhollir lifnaðarhættir.  Vandi fylgir vegsemd hverri, – að fara betur með sig í góðærinu!  Blóðþrýstingur, streita, reykingar, ofneysla fíkniefna, hreyfingarleysi o.s.frv. geta valdið undirliggjandi áhættuþáttum, er leiða til slags!

Staðreyndin er þessi:

  • Heilablóðfall er leiðandi dánarorsök og fötlunar er fer fjölgandi.
  • Kostnaðurinn mun aukast ef við aðhöfumst ekkert.
  • Vitund almennings og forvarnir munu draga úr fjölda innlagna á sjúkrahúsum og draga úr kostnaði.
  • Skjótur aðgangur  í meðferð og endurhæfingu mun draga úr fötlun og langtímakostnaði
  • Skipulagður langtímastuðningur þýðir að fólk er félagslega hreyfanlegt að komast aftur í vinnu og menntun

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur