Mættir: Þórir Steingrímsson, formaður, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Björk Þórðardóttir ritari og Kristín Árdal.
Dagskrá:
- Formaðurinn gefur skýrslu
Félagið er í sambandi við Nataša Randlová félga Cerebrum í Tékklandi út af samstarfi sem um var rætt á síðasta stjórnarfundi, er þurfa að fá svör upp allan kostnað sem gæti orðið vegna talmeinafræðinga sem koma til með að fara á ráðstefnu til Tékklands, til að þau geti sótt um styrki til EES. Formaðurinn er búin að eiga fund með talmeinafræðingum, Helgu Thors og Þórunni Hönnu Halldórsdóttur, vegna þess var samþykkt. - Fjármál félagsins
Gjaldkerinn Páll sagði að það væri 3.000.000 eftir af styrk frá Dominos og að greiðslur væru komnar frá ÖBÍ. Fjáröflun, vegna Slagorðsins, fer í gang í ágúst og Páll hefur samband við Markaðsmenn um að sjá um fjáröflunina og Símstöðina vegna fjáröflunar fyrir fræðsluferð um landi í haust. - Sumarferðir 2024
Ný dagsetning fyrir sumarferð fyrir norðan, mögulega helgina eftir verslunarmannahelgina. - Málstolsmál
Akveðið var hefja málstolsþjálfun í haust að hafa aftur svona samtalshóp eins og var. Verðtilboð frá talmeinafræðingum Helgu Thors og Þórunni Hönnu Halldórsdóttur, vegna þess var samþykkt. Styrkur frá Dominos fer m.a. í þetta verkefni. Hugmynd hvort hægt sé að hafa svona samtalsfundi á Akureyri. Sædís bendir á hversu mikilvægt sé ef hægt er að hafa fundina líka á zoom svo þeir. einstaklingar sem eru úti á landi eða hafa ekki tök á að mæta geti sótt þessa samtalsfundi. Taldi hún það mikilvægt, út frá sinni reynslu - Önnur mál
Stungið var upp á því farið yrði aftur með kynningarfundi um landið um slagið Heilaheill með haustinu, eins og gert var 2018-2020 og það þyrfti að safna þarf fyrir það. Gjaldkeranum var uppálagt að ræða við Símstöðina um það.
Fundi slitið 18.10
Fundaritari
Sædís Björk Þórðardóttir