Stjórnarfundur 2. september 2024

Mættir:  Þórir Steingrímsson, formaður, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Björk Þórðardóttir ritari, Kristín Árdal og Gísli Geirsson, varastjórn.

Dagskrá:

  1. Formaðurinn gefur skýrslu
    Verið er að undirbúa málstolshópa í haust, dr. Þórunn Hanna Halldórsdóttir og dr. Helga Thors verða á fyrsta laugardagsfundi 7 sept. og kynna það starf sem þær verða með.
    Tékkar fengu styrk frá EES, það koma 3 fulltrúar frá Tékklandi í okt. Og fara 3 frá Íslandi í október eða eftir áramótin, Þórir hafði samband við ráðuneytið um hvort það tæki þátt í komu þeirra,  en ráðuneytið er ekki með neitt svoleiðis óskað okkur bara góðs gengis í þessu verkefni.
    Dagný Maggýardóttir ritstjóri SLAGORÐSINS er í fullu starfi að safna efni í slagorðið sem kemur út í lok okt.
    Hvetur fólk til að mæta/tengjast á laugardagsfundina annað hvort á staðinn eða á ZOOM! Vetrarstarfið hefst formlega nk. Laugardag þurfum að vera dugleg að auglýsa þetta á okkar miðlum, facebook síðu og í þá hópa og félög sem við í stjórninni tengjumst, vinna að því að efla félagið í vetur.
  2. Fjármál félagsins
    Erum á lygnum sjó með það núna,  Páll hafði aftur samband við Símstöðina sem að var búin að bjóðast til að fara í söfnunarherferð með okkur í haust, en því miður er kostnaður of mikill hjá þeim svo því var frestað um sinn.  Símstöðin tekur 50 % af innkomu sem er allt of mikið og munum við því ekki ganga til samninga við þau.
  3. SAFE-ELASF
    SAFE-ELASF (Life After Stroke Forum) í Prag 10.-11. mars 2025, sama og Dublin 2024?  Ráðstefnan verður
    Prag í mars n.k. Þórir formaður fer út á vegum SAFE á þeirra kostnað.  Ákveðið að Páll, Kristín og Sædís fari frá Heilaheill og fara í það að finna hagstæðustu verð í flug og gistingu.Fundur ÖBÍ 4.-5. október 2024.  Fulltrúar Heilaheilla á fundinum verða auk formannds, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Björk Þórðardóttir ritari, Kristín Árdal og gestur.
  4. Aðalfundur ÖBÍ 2024
    Formaðurinn upplýsti um aðalfund ÖBÍ föstu- og laugardaginn 4-5 október N.K. og hvaða fulltrúa félagsins hann tilkynnti til ÖBÍ.
  5. Málstolsmál
    Voru rædd undir lið nr.1.
  6. Önnur mál
    Engin

Fundi lokið 17.55
Fundaritari
Sædís Björk Þórðardóttir

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur