Mættir: Þórir Steingrímsson, formaður, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Björk Þórðardóttir ritari, Kristín Árdal og Gísli Geirsson, varastjórn.
Dagskrá:
- Formaðurinn gefur skýrslu
Verið er að undirbúa málstolshópa í haust, dr. Þórunn Hanna Halldórsdóttir og dr. Helga Thors verða á fyrsta laugardagsfundi 7 sept. og kynna það starf sem þær verða með.
Tékkar fengu styrk frá EES, það koma 3 fulltrúar frá Tékklandi í okt. Og fara 3 frá Íslandi í október eða eftir áramótin, Þórir hafði samband við ráðuneytið um hvort það tæki þátt í komu þeirra, en ráðuneytið er ekki með neitt svoleiðis óskað okkur bara góðs gengis í þessu verkefni.
Dagný Maggýardóttir ritstjóri SLAGORÐSINS er í fullu starfi að safna efni í slagorðið sem kemur út í lok okt.
Hvetur fólk til að mæta/tengjast á laugardagsfundina annað hvort á staðinn eða á ZOOM! Vetrarstarfið hefst formlega nk. Laugardag þurfum að vera dugleg að auglýsa þetta á okkar miðlum, facebook síðu og í þá hópa og félög sem við í stjórninni tengjumst, vinna að því að efla félagið í vetur. - Fjármál félagsins
Erum á lygnum sjó með það núna, Páll hafði aftur samband við Símstöðina sem að var búin að bjóðast til að fara í söfnunarherferð með okkur í haust, en því miður er kostnaður of mikill hjá þeim svo því var frestað um sinn. Símstöðin tekur 50 % af innkomu sem er allt of mikið og munum við því ekki ganga til samninga við þau. - SAFE-ELASF
SAFE-ELASF (Life After Stroke Forum) í Prag 10.-11. mars 2025, sama og Dublin 2024? Ráðstefnan verður Prag í mars n.k. Þórir formaður fer út á vegum SAFE á þeirra kostnað. Ákveðið að Páll, Kristín og Sædís fari frá Heilaheill og fara í það að finna hagstæðustu verð í flug og gistingu.Fundur ÖBÍ 4.-5. október 2024. Fulltrúar Heilaheilla á fundinum verða auk formannds, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Björk Þórðardóttir ritari, Kristín Árdal og gestur. - Aðalfundur ÖBÍ 2024
Formaðurinn upplýsti um aðalfund ÖBÍ föstu- og laugardaginn 4-5 október N.K. og hvaða fulltrúa félagsins hann tilkynnti til ÖBÍ. - Málstolsmál
Voru rædd undir lið nr.1. - Önnur mál
Engin
Fundi lokið 17.55
Fundaritari
Sædís Björk Þórðardóttir