Hingað til lands komu tékkneskir talmeinafræðingar þar sem HEILAHEILL myndaði samband við systurfélag sitt CEREBRUM í Tékklandi um málstol, þar sem tengsl þessara félaga samrýmdist EU4-Health EES á sviði heilbrigðismála er hefur það að markmiði að styðja við nýjungar á sviði heilbrigðisvísinda, umbætur og bætt öryggi í heilbrigðisþjónustu, bætta heilsu og koma í veg fyrir sjúkdóma og vernda borgara fyrir heilsufarsógnum yfir landamæri. Var þessi heimsókn liður í þessum samskiptum og kynntu sérfræðingarnir sér þá starfsemi sem HEILAHEILL sinnir í þessum málaflokki undir leiðsögn dr. Helgu Thors; starfandi talmeinfræðingi á Grensás og Þórunni Hönnu Halldórsdóttur; fv. form. Félags talmeinafræðinga á Íslandi; nú teymisstjóri/ hjá Kjarki endurhæfingu og önnuðust þær móttökuna. Í ráði er að héðan fari þrír talmeinafræðingar að utan til Tékklands 19. október n.k. og verða í nokkra daga í Pragh.