Fjölsóttur aðalfundur Mannréttindasamtakanna ÖBÍ 2024 var haldinn dagana 4.-5. október í húsnæði Natura, Nauthólsvegi 52, Reykjavík og sendur var út á samskiptaforritinu Zoom. Kosið var um varaformann samtakanna og nýja stjórn með rafrænum hætti og gekk hún vel fyrir sig. HEILAHEILL er með 3 fulltrúa með atkvæðisrétt, er mættu til leiks ásamt 1 varamanni. Gengið var til dagskrár með venjubundnum hætti. “Við eigum öll jafnan rétt til sjálfstæðs lífs” eru m.a. kjörorð samtakanna, sem við höfum kosið að kalla Mannréttindasamtökin ÖBÍ, í samræmi við skilning erlendu samtakanna sem félagið er aðili að. Vakin er athygli á skemmtilega auglýsingu samtakanna um verðbólgudrauginn!