Stjórnarfundur 2. desember 2024

  1. Formaðurinn gefur skýrslu
    Formaðurinn greindi frá því að hann og Dr. Marianne E. Klinke, taugahjúkrunarfræðingur og forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga færu á ráðstefnu SAP-E í janúar 2025 til Búlgaríu.  Þau eru talsmenn/fulltrúar (National Coordinators) Íslands, ásamt Birni Loga Þórarinssyni, lyf- og taugasérfræðingur.  Góður fundur með Willum Þór Þórssyni. heilbrigðisráðherra og Selmu Margréti Reynisdóttur, sérfræðngi í heilbrigðisráðuneytinu, um undrritun viljayfirlýsingar SAP-E.   Slagorðið kemur út i lok vikunnar, eftir töluverða seinkuð.  Páll ritari ræddi um um að það vanti meiri fréttir frá Landsbyggðinni.
  2. Fjármál félagsins
    Gjaldkerinn sagði að staðan væri góð.
  3. Reikningur Applands ehf. (Heilaappið)
    Formaðurinn greindi frá því að þetta væri uppfærsla á heilaheill appinu, sem tölvufyrirtækið SPEKTRA gerði 2016,  Á tímbilinu þurfti að uppfæra appið og nú á það vera aðgengilegt í öllum snjalltækjum!  Samþykkt var að greiða þennan reikning.  Lagt var á það áhersla að kynna appið betur og benda fólki á það.
  4. Styrkbeiðni Ingunnar Högnadóttur, talmeinafræðings.
    Samþykkt var að styrkja hana um 50.000 kr.
  5. Staða SAFE-ELASF (Life After Stroke Forum) í Prag 10.-11. mars 2025.
    Samþykkt var beiðni frá Baldri Kristjánssyni um að vera einnig fulltrúi Heilaheilla á ráðstefnunni í stað Gísla meðstjórnanda.
  6. Önnur mál
    Formaðurinn hvatti stjórnamenn til að dreifa sem víðast auglýsingu um jólafund Heilaheilla sem verður n.k. laugardag 7 des. í Sigtúni 42 , rætt um að koma henni á facebook sem fyrst svo hægt sé að deila vel.


    FUNDI SLITIÐ KL. 18.20
    FUNDARRITAR
    SÆDÍS BJÖRK ÞÓRÐARDÓTTIR
    RITARI.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur