Merkur fundur var 15. janúar 2025 með fulltrúum HEILAHEILLA, Þóri Steingrímssyni formanni félagsins, Sædísi Þórðardóttur stjórnarmanni og Valgerði Sverrisdóttur félaga og verkefnahóps Landspítalans, þeim Margréti Evu Árnadóttur og Melkorku Jónsdóttur um að efla samskipti og samstarf milli aðila, – um upplifun slagsjúklinga og slagþola í heilbrigðiskerfinu. Rætt var um með-höndlun, endurhæfingu og eftirfylgni og með hvaða hætti væri hægt að auka vitund almennings um heilablóðfallið og þátttöku heilbrigðisstarfs-fólks þar um. Fyrir lá undirrituð viljayfirlýsing milli 6 formanna taugasjúklingafélaga (SAMTAUG), Félags MND – sjúklinga; Heilaheilla; LAUF – Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki; MG – félags Íslands; MS – félags Íslands; Parkinsonsamtakana og yfirstjórn Landspítalans frá árinu 2005, vottað af Jóni Kristjánssyni, þáverandi heilbrigðisráðherra.
Vísað var núna til þátttöku fulltrúa Íslands í samevrópsku átaki SAP-E , þar sem þau Dr. Marianne E. Klinke forstöðu-maður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfinga-sjúklinga; Björn Logi Þórarinsson lyf- og taugalæknir og Þóri Steingrímssyni formaður HEILAHEILLA hafa myndað með sér hóp um að vera talsmenn (coordinators) eins og skipulag SAP-E mælir fyrir um. Á fundinum var tekin ákvörðun um að hefja samstarf milli HEILAHEILLA og verkefnahópsins, um að leita til félaga er gæfu kost á sér í samstarf um að bæta heilbrigðisþjónustuna er varðar heilaslagið. Var ákveðið að samstarfið byggðist á undirritaðri yfirlýsingu og eru slagþolar hvattir til að gefa kost á sér þegar þar að kemur.