Í stríði gegn heilablóðfalli!

Enn og aftur er HEILAHEILL á ráðstefnu.  Mikil áhersla hefur verið lögð á það á undanförnum árum að efla samvinna á milli fagaðila og félagssamtaka sjúklinga í baráttunni gegn slagi.  Beðið er eftir að íslensk stjórnvöld undirriti viljayfirlýsingu SAP-E, sem er eitt stærsta heilablóðfallsverkefni sem ráðist hefur verið í Evrópu.  Dr. Marianne E. Klinke, tauga hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga og Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, sátu mikilvæga evrópska ráðstefnu á vegum SAP-E í Sofia, Búlgaríu dagana 20.-22. janúar 2025.  Þau hafa verð útnefnd sem fulltrúar Íslands (national coordinators) ásamt lyf- og taugasérfræðingnum Birni Loga Þórarinssyni, af framkvæmda-stjórn samtakanna.  Beðið er eftir formlegri þátttöku Íslands í þessu mikilvæga átaki og hafa fulltrúarnir fundað með Willum Þór Þórssyni, fv. heilbrigðisráðherra, er lýsti vilja sínum á þátttöku Íslands í þessu átaki.  Nú er kominn ný ráðherra, Alma Möller, fv. landlæknir vg og ætla má að henni sé málið kunnugt. 

Á s.l. ári sátu þau dr. Marianne og Björn sambærilega ráðstefnu í Portúgal 2024 og 2023 Þórir í Riga.  Eitt af aðal markmiðum samtakanna núna er “Líf eftir slag” og í ráði er að fulltrúar HEILAHEILLA sæki ráðstefnu í Prag í mars 2025 um þetta málefni.

   

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur