Aðalfundur Heilaheilla var haldinn í Mannréttindahúsinu – ÖBÍ, Sigtúni 42 Reykjavík, sunnudaginn 2. mars kl.13:00. Nettenging til Akureyrar á ZOOM. Fimm mættir í Sigtúninu og sex á Akureyri.
Formaður Þórir Steingrímsson setti fundinn og stakk upp á sér sem fundarstjóra, er var samþykkt mótatkvæðalaust og tók við fundarstjórn. Stakk hann upp á því að Kristín Árdal yrði fundarritari og var það samþykkt mótatkvæðalaust. Kallaði hann eftir athugasemdum um fundarboðið, er bárust ekki. Gengið var til dagskrár.
-
- Skýrsla stjórnar félagsins.
Formaður stakk upp á því að skýrsla stjórnar og skoðaðir reikningar yrðu borin saman undir fundinn og var það samþykkt. Gaf hann síðan skýrslu stjórnar. - Framlagðir endurskoðaðir reikningar til samþykktar.
Páll Áral, gjaldkeri, lagði fram reikninga félagsins og gerði grein fyrir þeim.
Fundarstjóri bar síðan skýrslu stjórnar og reikninga undir fundinn, er voru samþykkt samhljóma. - Lagabreytingatillögur bornar upp til afgreiðslu
Fundarstjóri lagði fram breytingar á lögum félagsins og gerði grein fyrir þeim. Las hann upp lögin eins og þau myndu verða og bar undir fundinn, er samþykkti breytinguna mótatkvæðalaust. - Kosning stjórnar.
Engar kosningar stjórnarmanna - Kosning 2ja skoðunarmanna reikninga.
Stungið var uppá þeim Þór Sigurðssyni og Baldri Benedikt Ermenreki Kristjánssyni sem skoðunarmönnum reikninga og voru þeir samþykktir. - Fjárhagsáætlun borin upp til samþykktar.
Kom fram tillaga um að haldið yrði áfram á sömu braut og eins og áður, þ.e.a.s., eins og s.l. ár og var það samþykkt. - Kosning fulltrúa og talsmanna félagsins í ráð og nefndir.
Kom fram tillaga að þessum lið yrði vísað til stjórnar og var það samþykkt. - Önnur mál
Hér urðu nokkrar umræður um að heyrast hefði mátt í Heilaheill þegar austur/vestur flugbrautinni var lokað á Reykjavíkurflugvelli. Ákveðið að Heilaheill mætti leggja orð í belg í svona málum því mínútur geta skipt máli. Þetta er ekki eingöngu landsbyggðarmál því þetta skiptir máli fyrir alla landsmenn. Var tekið undir þetta sjónarmið
- Skýrsla stjórnar félagsins.
Fundi slitið
Kristín Árdal
fundarritari