
Læknablaðið birti nýlega fróðlega grein þeirra Björns Loga Þórarinssonar, læknis, lyf- og taugasérfræðings og talsmanns SAP-E hér á landi og Dr. Marianne E. Klinke forstöðmanns fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga. Hafa þau verið tíðir gestir á “Laugardagsfundum” HEILAHEILLA og setið fyrir svörm! Þau draga fram nákvæma rannsókn í greininni á stöðu slagsjúklinga hér á landi og er þetta stórt skref í baráttunni gegn algengustu dánarorsök heimsins og þriðju algengustu orsök dauða og fötlunar samanlagt! Talið er að fjórði hver núlifandi einstaklingur yfir 24 ára muni fá slag á lífsleiðinni! Hér mikið í húfi fyrir okkur Íslendinga, en 2 á dag er tveimur of mikið og er spennandi að fylgjast með hvernig heilbrigðisyfirvöld bregðast við þessari niðurstöðu! Hver sem hefur áhuga á að kynna sér þessa rannsókn geta nálgast hana, með því að smella á hér!