Mættir: Þórir Steingrímsson, formaður, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Björk Þórðardóttir ritari, Kristín Árdal og Gísli Geirsson varastjórn.
Dagskrá:
- Formaðurinn gefur skýrslu
Formaðurinn setti fundinn bauð stjórn velkomna. Hann kvað fund með heilbrigðisráðherra um SAP-E hafa verið frestað til 30. apríl. - Fjármál félagsins:
Páll gjaldkeri, fór yfir stöðu reikninga, komið er svolítið inn eftir söfnun sem að Markaðsmenn hafa verið í fyrir Heilaheill og enn er von á styrkjum. - Svara fyrirspurnum:
Páll fór yfir það sem að hann var spurður um og væri búinn að að skoða ársreikninga fyrir s.l. ár. Formaðurinn kvaðst ætla leita svara um umframkostnað vegna tölvutengingar. Einnig var rætt um síma og netkostnað. - Önnur mál:
- Rætt um næsta stjórnarfund í byrjun maí og hvort stjórn geti mögulega hist í raunheimum þá en ekki á Zoom.
- Akureyrar deildin ætlar í sumarferð í Skagafjörðinn, ekki komin dagsetning á hana.
- Ekki hefur gengið að fá næga þátttöku í sumarferð hér í Reykjavík og nágrenni, og rætt var hvort og hvað annað er hægt að gera í nágrenni Reykjavíkur í sumar fyrir félagsmenn. Stjórnarmenn beðnir um að hugsa upp eitthvað skemmtilegt. Almenn ánægja með ferð stjórnar til Prag á SAFE ráðstefnuna og 11 mars s.l.
Fundi slitið kl. 18.20
Fundarritari
Sædís Björk Þórðardóttir