Mætt: Þórir Steingrímsson, formaður, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Björk Þórðardóttir ritari, Kristín Árdal varastjórn
Fjarverandi: Gísli Geirsson varastjórn.
Dagskrá:
- Formaðurinn gefur skýrslu
Formaðurinn kvaðst hafa fengið pósta frá SAFE og SAP-E, vegna fyrirhugaðra ráðstefna þeirra félaga. SAFE er í Svíþjóð í mars 2026. Boðað hefur verið til fundar 28 ágúst með landlækni, vegna fyrirhugaðra “Viljayfirlýsingar SAP-E, Heilbrigðisráðuneytið, landlæknis og Heilaheilla. Draumur hjá Birni Loga Þórarinssyni lyf- og taugalækni og Dr. Marianne E. Klinke forstöðumaður fræðasviðs í taugahjúkrun að fagna og halda uppá þegar viljayfirlýsingin verður undirrituð.
Enn ekki komin greiðsla frá Öryrkjabandalaginu, – einhver misskilningur með að skila gögnum frá félaginu, en von á þessu næstu daga. - Fjármál félagsins
Gjaldkeri kvað félagið vera á þokkalegu róli fjárhagslega. - Starfið næsta vetur
Haft hefur verið samband við formanninn, vegna talþjálfunar fyrir þá sem eru með utanaðkomandi heilaáverka og bjóða uppá að þau fái fundaraðstöðu hjá Heilaheill og í framhaldinu hver þörf er á fræðslu frá Talmeinafræðingum í vetur. - Önnur mál
Akureyradeild fór í sumarferð í Skagafjörð, og var mikil ánægja með ferðina og starf deildarinnar þar.
Fundi slitið 18.00
Fundarritari
Sædís Björk Þórðardóttir rita