Fjölskyldumeðferð og eftirfylgni.

Laugardagsfundur HEILAHEILLA var haldinn 4. október 2025 í mannréttindahúsi ÖBÍ, Sigtúni 42, Reykjavík, þar sem Elín María Heiðberg, MA nemi í fjölskyldumeðferð við Félagsráðgjafardeild, HÍ, er ræddi við fundarmenn.  Þórir Steingrímsson, formaður félagsins, fór fyrst yfir stöðu félagsins og greindi frá markmiðum þess, að vekja almenning til vitundar um vöxt slagsins og ákominn heilaáverka.  Hann lagði áherslu á að með aukinni lýðheilsu og betra líferni, væri hægt að draga úr fjölgun á heilaslagi hér á landi, en 2 einstaklingar á dag er tveimur of mikið!  Stærstu og öflugustu heildarsamtök fagaðila og slagþola í Evrópu, ESO og SAFE , gerðu með sér samkomulag 2018 um SAP-E, um eitt stærsta heilbrigðisátak gegn heilaslagi í Evrópu er tók til starfa 2022 til 2030.  Framkvæmdastjórn SAP-E leggur áherslu á að þeir fagaðilar er annast heilbrigðisþjónustuna og þeir er njóta hennar (slagþolar) tali saman með formlegum hætti.  Stjórnvaldi hvers ríkis er gef-inn kostur á að vera með öðrum evrópuríkjum í þessari sameigin-legu baráttu með undirritun sérstakrar viljayfirlýsingar þar um.  Þessi vinna er þegar hafin milli fulltrúa SAP-E hér á landi (coordinators) og stjórnvalda.  Eftir hans yfirferð, tók Elín við og greindi frá rannsókn sinni er varðar fjölskyldumeðferð og hvatti fundarmenn að taka þátt.  Tjáðu fundarmenn, slagþolar og makar, sig um reynslu sína og var hún fyrir svörum.  Fundarmenn voru sammála um að félagið væri á réttri braut með að vekja almenning til vitundar um eftirfylgni eftir slag!

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur