Mætt: Þórir Steingrímsson, formaður; Páll Árdal, gjaldkeri; Sædís Björk Þórðardóttir ritari; Kristín Árdal og Gísli Geirsson varastjórn.
Dagskrá:
- Formaður gefur skýrslu
Þórir er búinn að vera í tengslum við SAPE hópinn, verið að ýta á að funda. Fundur á morgun hjá E.S.O https://eso-stroke.org. Kristín Michelsen verður á næsta laugardagsfundi 1. nóvember hjá HEILAHEILL og mun fara yfir mál Hugarfars og eru félagar í Hugarfar hvattir til að koma. - Fjármál félagsins.
Páll segir allt á þokkalegu róli í þeim málum og fór yfir söfnun sem Merkismenn eru með fyrir félagið fyrir útgáfu Slagorðsins. Páll lagði fram tillögu um að félagið muni greiða ferð stjórnarmanna til Stokkhólms á ELASF-ráðstefnuna 9 og 10 mars 2026 og var hún samþykkt. - Aðalfundur ÖBÍ
Þórir formaður, Gísli meðstjórnandi og Gurli fóru fyrir hönd HEILAHEILL og létu vel af þinginu. - Slagdagurinn 2025
Ákveðið var að hafa viðveru í Smáralind og Glerártorgi Akureyri laugardaginn 1. nóvember 13:00-15:00. Þórir, Björn Logi Þórarinsson, lyf og taugalæknir, dr. Marianne Elisabeth Klinke, hjúkrunarfræðingur og Finnbogi Jakobsson, taugasérfræðingur hafa lýst yfir þátttöku. Páll og félagar á verða á Akureyri. - Útgáfumál
Allar líkur á að Slagorðið mun koma út fyrir 29 október. - Önnur mál
Nýjir aðilar eru að koma á laugardagsfundina, sem sýnir að Heilaheill er vel sjáanlegt útá við. Páll bað Þóri um að senda út sms um fundinn á Akureyri á morgun miðvikudaginn 8 október.
Fundi slitið 18.00
Sædís Björk Þórðardóttir ritari
