Á læknadögum Læknafélags Íslands 20. janúar 2026 í Hörpu var sérstaklega fjallað um slagið undir stjórn dr. Önnu Bryndísar Einarsdóttur yfirlækni taugadeildar Landspítalans. Þau Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugasérfræðingur; dr. Marianne Elisabeth Klinke, forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun taugasjúkdóma; Fernando Bazan, sérfræðingur á IR-deild Landspítala og Björn Gunnarsson, sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Sjúkrahúsið á Akureyri, héldu fyrirlestra, ásamt sérstökum fyrirlesara, Urs Fisher, taugalækni og forstöðulækni taugalækninga, Inselspital Bern, Sviss og svöruðu fyrirspurnum.

