Auk Sjálfsbjargar, sem Heilaheill er aðildarfélag að, eiga aðild ,,Nordisk Handikap Forbund” (Bandalagi fatlaðra á Norðurlöndum), norrænum samtökum hreyfihamlaðra: Dansk Handicap Forbund (Danmörk), De Handikappades Riksförbund (Svíþjóð), Norges Handikapforbund (Noregur) og Invalidiliitto (Finnlandi). Stjórnarfundir og málþing samtakanna er haldið tvisvar á ári, til skiptis í löndunum 5. Þessi fundur og málþing var haldið á Íslandi og efni málþingsins var að tillögu Sjálfsbjargar lsf “Hreyfihamlaðir og vinnumarkaðurinn”. Málþingið fór fram föstudaginn 14. september 2007 á Grand hótel í Reykjavík og voru umræður athyglisverðar. Frændum okkar fannst nokkuð áhugaverð staða hreyfihamlaðra innan okkar smáa samfélags er við búum við, miðað þá. Systkinin Svandís Ósk Stefánsdóttir, sem er fóstra og Gunnar Stefánsson, er arkitekt, héldu áhugverðan fyrirlestur, en þau eiga við sömu veikindi er varða hreyfihömlun að stríða.
Friðhelgisstillingar
Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.
Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.