Morgunverðarfundur ÖBÍ

Fyrsti morgunverðarfundur ÖBÍ með fulltrúum aðildarfélaganna var haldinn á Grand Hótel, fimmtudaginn 13. september s.l.  Fulltrúi Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra á fundinum var Þórir Steingrímsson.

Á fundinum voru störf starfsfólks ÖBÍ kynnt, helstu áherslur ÖBÍ o.fl.
– Helstu áherslur ÖBÍ eru m.a. að efla ráðgjafahlutverk sitt en tilgangur samtakanna er m.a. að koma fram fyrir hönd fatlaðra varðandi hagsmunamál o.fl.
Lögð er áhersla á að auka þekkingu starfsfólks m.a. hvað varðar að koma málum og málefnum í réttan farveg, eftirfylgni mála og ekki síst að veita aðhald,s.s. stjórnvaldinu.

Lögfræðiráðgjöf
ÖBÍ býður fötluðum og/eða aðstandendum þeirra upp á lögfræðiráðgjöf sem felst m.a. í að leiðbeina fötluðum að leita réttar síns.  Lögmaður tekur ekki að sér einstaklingsmál nema með samþykki framkvæmdastjórnar ÖBÍ. 
Lögmaður ÖBÍ er Daníel Ágúst Isebarn og er hann með viðtals og símatíma annan hvern miðvikudag kl. 09:00-12:00.

Lögmaður sér einnig um lögfræðiþjónustu sem felst m.a.í ráðgjafafundum þar sem lögmaður veitir starfsfólki ÖBÍ ráðgjöf varðandi einstök mál, s.s. úrvinnslu þeirra og ráðgjöf í málum sem framkvæmdastjórn ÖBÍ er að vinna að. 
Aðildarfélög ÖBÍ geta í haust nýtt sér þessa þjónustu.  Ráðgjafafundur verða haldnir á 6 vikna fresti.

Markmið með nýjum áherslum er m.a.
að veita aðildarfélögunum ráðgjöf í hvernig hægt er að koma málum einstaklinga í réttan farveg þannig að þau skili árangri.
að velja mál einstaklinga eða félaga sem berast til ÖBÍ og koma þeim í þann farveg að leitað verði réttinda á formlegan hátt, t.a.m. með kæru eða málarekstri fyrir dómi, með það að leiðarljósi að fordæmi skapist.

Kynnt voru helstu verkefni starfsfólks;

Helstu verkefni framkvæmdastjóra ÖBÍ, Hafdísar Gísladóttur
Rekstri skrifstofu, áætlanagerð, samskipti við aðildarfélög, alþingismenn, umsögn um lagafrumvörp, seta í ýmsum ráðum og nefndum, norrænt samstarf o.fl.

Helstu verkefni starfandi formanns ÖBÍ, Sigursteins Mássonar
Ritstjórn tímarits ÖBÍ, samskipti við alþingismenn, fjölmiðla, aðila vinnumarkaðarins,  aðildarfélög ÖBÍ, evrópu samstarf o.fl.  Sigursteinn er með viðtals og símatíma einu sinni í viku, á mánudögum kl. 09:00-11:30 og símatíma kl. 11:30-12:00

Helstu verkefni félagsmálafulltrúa ÖBÍ, Guðríðar Ólafsdóttur
Guðríður Ólafsdóttir, félagsmálafulltrúi ÖBÍ kynnti sín störf en hún sinnir m.a.
Ráðgjöf og aðstoð við einstaklinga vegna ýmissa málefna, ýmis þjónusta við aðildarfélög ÖBÍ.  Félagsmálafulltrúi er auk þess starfsmaður Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur, ferlinefndar ÖBÍ, Félagsmálafulltrúi situr auk þess í ýmsum nefndum og ráðum, ferlinefnd Reykjavíkurborgar, starfshóp um endurskoðun á ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu og í ráðgjafahóp um útboð hjálpartækja á vegum Hjálpartækjamiðstöðvar TR.
Félagsmálafulltrúi er með viðtalstíma á miðvikudögum og föstudögum kl. 10:00-11:00 og kl. 13:00-14:00

Helstu verkefni þjónustufulltrúa ÖBÍ, Báru Snæfeld
Ráðgjöf til einstaklinga, s.s. bréfaskrif vegna kærumála ýmiskonar, s.s. vegna úrskurða TR o.fl. Ritstjórn og umsjón með heimasíðu ÖBÍ, upplýsingafulltrúi situr í ýmsum nefndum og hópum s.s. nefnd vegna Hvatningaverðlauna ÖBÍ, framkvæmdahóp um stefnumótun ÖBÍ. Önnur tilfallandi verkefni.

Upplýsingafulltrúi er með símatíma alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 09:00-12:00 og viðtalstíma sömu daga kl. 13:00-15:00.

Helstu verkefni þjónustufulltrúa, Önnu Guðrúnar Sigurðardóttur
Símsvörun, móttaka viðskiptavina, samskipti við aðildarfélög ÖBÍ, skjalavinnsla, undirbúningur funda og önnur tilfallandi verkefni.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur