Mannmargur laugardagsfundur HEILAHEILLA var haldinn 4. nóvember 2006 að Hátúni 12 og tókst vel. Gengið var til auglýstrar dagskrár og flutti Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, skýrslu um það sem hafði verið á dagskrá félagsins s.l. mánuð. Þá kynntu þau Kristjana Jóhanna Jónsdóttir, íþróttaleiðbeinandi og Kristján Valdimarsson, framkvæmdastjóri frá ÖRVA athyglisverða starfsemi þeirrar stofnunar/fyrirtækis. Svöruðu þau spurningum að þeim loknum var gengið að gómsætum kaffiveitingum. Eftir þær hélt Ingólfur Margeirsson, rithöfundur og sagnfræðingur bráðskemmtilegt og fróðlegt erindi úr efni sem hann þýddi úr erlendu tímariti og kallaði “Jafnvægi á milli vonar og veruleika”. Að því loknu kynnti formaðurinn starfið framundan, sem hann byggði á hópastarfi, þar sem talsmenn þeirra kæmu að einu borði, þ.e. ráði sem væri stjórninni til ráðgjafar og stuðnings, HEILAHEILLARÁÐI. Það væri samstarfsvettvangur allra hópanna, þar sem talsmenn þeirra eiga aðild að. Sérstakur gestur á fundinum var Kolbrún Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar og Dóróthea Bergs kynnti fræðslufund á Grénsás n.k. þriðjudag 7. nóv. Kl.16:300.