Enn er fræðst um áfallið

Fræðsla SAMTAUGAR og LSH er í gangi og miðvikudaginn 25.10.2006 hélt starfsfólk LSH fyrirlestur um heilablóðfall.  Edda Þórarinsdóttir í Framvarðasveit Heilaheilla var á þessum fundi og fannst hann áhugaverður og hlustaði á fyrirlestur Jóns Hersis Elíassonar læknis um heilablóðfall, hugsanlegar afleiðingar og lækningu. “Fyrirlestur hans var haldinn á B2 í Fossvogi og er hluti mikils fræðsluátaks á vegum LHS og var ætlaður starfsfólki spítalanna, starfsfólki Lyf 1 ásamt félögum og gestum Heilaheilla” sagði Edda.  Jón útskýrði orð sín með greinargóðum glærum og sagði frá í máli og myndum hvernig heilablóðfall eða blóðtappi getur hegðað sér og hvaðsé til ráða. Hann fór líka yfir áhættuþætti þessara sjúkdóma s.s háan blóðþrýsting, reykingar ofl og talaði um mikilværi þess að sjúklingur kæmist sem fyrst undir læknishendur eða eins og stóð á einni glærunni “Time is Brain”. Hann talaði líka um forvörn s.s. hreyfingu, hollt mataræði og það að láta reglulega fylgjast með blóðþrýstingi. Margt af því sem Jón talaði um hafði komið fram á málþingi Heilaheilla 21. október, en annað var nýrra fyrir mér s.s.upplýsingar og umræður um lyfjameðferðir og tegundir lyfja. Það var eðlilegt að sá þáttur fyrirlestrarins vekti umræður þar sem flestir hlustenda virtust fagfólk spítalans. Umræður á eftir voru áhugaverðar og stóðu þær og fyrirlesturinn í um eina klukkustund” sagði Edda að lokum,

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur