Er fötlun til fjár?

Unnið hefur verið að fullum krafti af undirbúningshópi að stofnfundi Hollvinasamtaka Grensásdeildar næstkomandi miðvikudag 5. apríl kl. 20, í safnaðarheimili Grensáskirkju í Reykjavík.  Í þessum hópi eru þeir Gunnar Finnsson, Þórir Steinrímsson, Sigmar Þór Óttarsson, Sveinn Jónsson og Ásgeir B. Ellertsson.  Þeir líta svo á að endurhæfingastarfsemi Grensásdeildar sé af því tagi, að hún sé mjög arðbær og þjóðhagslega hagkvæm og því sé fjármunum vel varið í styrkingu starfseminnar.  En aðstaðan hefur því miður ekki fylgt nútímakröfum, því vill hópurinn breyta og það má færa rök fyrir því, þó að það hljómi kaldranalega, að “fötlun sé til fjár”.  Staðreyndin er engu að síður sú að við endurhæfingu við viðunnandi aðstæður megi kom einstaklingum fyrr og betur aftur út í samfélagið svo að þeir geti verið virkir borgarar með fullum sóma, í stað þess að hafa þá á tilfinningunni að þeir séu baggi á samfélaginu.  Eru því allir sem láta þessimál til sín taka fjölmenna í Grensáskirkju og veita þessu málefni stuðning.

Sjá frétt um samtökin 25.03.2006

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur