Upplýsingar Hollvina Grensásdeildar
Skýrsla stjórnar 2008
Stjórnin, sem var endurkosinn á seinasta aðalfundi, skipti þannig með sér verkum: Formaður, Gunnar Finnsson, varaformaður, Þórir Steingrímsson; ritari, Sigmar Þór Óttarsson,; gjaldkeri, Sveinn Jónsson; og meðstjórnandi Anna Geirsdóttir. Varamenn: Ásgeir B. Ellertsson og Baldvin Jónsson.
Varamenn hafa setið stjórnarfundi og tekið fullan þátt í störfum stjórnarinnar.
Jafnframt hefur stjórnin notið náinnar samvinnu við Stefán Yngvason, sviðsstjóra lækninga á endurhæfingasviði og annað starfsfólk á Grensásdeild. … Lesa meira
Skýrsla stjórnar 2007
Samtökin Hollvinir Grensásdeildar voru stofnuð 5. apríl 2006 og er þetta því fyrsta skýrsla fyrstu stjórnar félagsins.
Eftir stofnfundinn skipti stjórnin þannig með sér verkum: Formaður, Gunnar Finnsson, varaformaður, Þórir Steingrímsson; ritari, Sigmar Þór Óttarsson,; gjaldkeri, Sveinn Jónsson; og meðstjórnandi Anna Geirsdóttir. Varamenn: Ásgeir B. Ellertsson og Baldvin Jónsson.
Varamenn hafa setið stjórnarfundi og tekið fullan þátt í störfum s… Lesa meira
Stjórn Hollvina Grensásdeildar
Mánudaginn 24. apríl 2006 hélt nýkjörin stjórn Hollvinafélags Grensásdeildar sinn fyrsta fund, eftir að hafa verið kosin eftir velheppnaðan stofnfund og skipti með sér verkum.
Formaður er Gunnar Finnsson, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi aðstoðarframkæmdastjóri hjá alþjóðaflugmálastofnuninni, varaformaður er Þórir Steingrímsson, rannsóknarlögreglumaður og formaður Heilaheilla, gjaldkeri Sveinn Jónsson, endurskoðandi og ritari er Sigmar Þór Óttarsson, kennari.
Meðstjórnendur eru læknarnir Ásgeir Ellertsson og Anna Geirsdóttir (hana vantar á mynd). Stjórnin setti sér strax markmið og tók … Lesa meira
Grensás – Deildin gleymda?
Það er ánægjuefni að geta rætt um ríkisframtak, sem hefur stóraukið lífsgæði fjölda fólks, gert það sjálfsbjarga og að virkum þátttakendum í þjóðarframleiðslunni.
Jafnframt hefur þetta framtak verið þjóðarbúinu mjög svo arðbært.
Hér er um að ræða Grensásdeild Landspítala Háskóla Sjúkrahúss, en þar fer fram starfssemi, sem ekki heyrist mikið um í daglegu tali. Þangað koma þau, sem sakir atburða eins og slysa, stoðkerfisaðgerða eða heilaskaða þurfa endurhæfingar við og það oft í langan tíma.
Þorri þessa fólks er ekki sjálfsbjarga, … Lesa meira
Kveðja til vina og samherja
Því miður kemst ég ekki til ykkar núna en við í Hollvinum Grensásdeildar viljum koma á framfæri þakklæti okkar og ánægju yfir því nána samstarfi við Heilaheill, sem hefur ríkt frá stofnun Hollvinanna s.l. vor og fögnum þeim mikla stuðningi sem Heilaheill hafa veitt okkur.
Þessi nánu tengsl hafa m.a. endurspeglast í því að Þórir Steingrímsson er varaformaður Hollvinanna.
Heilaheill hefur víðfeðmara starfssvið en Hollvinirnir.
En saman eigum við þá ósk að sjá stækkun og endurbætur á Grensásdeild, sem skipt getur sköpum í að gera sem flestum, sem hafa hlotið heilaskaða eða af annarri ástæðu þurfa langrar endurhæfingar við, til að ná því persónulega sjálfstæði, sem við öll sækjumst eftir… Lesa meira
Hugleiðingar
Tilgangur þessarar greinar er að setja fram í mjög grófum dráttum hugleiðingar um eina leið, en ekki þá einu, til að breyta núverandi fyrirkomulagi á fjármögnun og yfirstjórn heilbrigðisþjónustu á Íslandi.
Mikið hefur verið rætt um kostnað ríkisins við heilbrigðisþjónustu en lítið um þann gífurlega þjóðhagslega hagnað, sem af henni hefur hlotist, þ.e. hagnaðinn af því að fjöldi reynsluríks fólks verður skapandi og skattgreiðandi þjóðfélagsþegnar á ný og að öðrum er gert lífið auðveldara og þjáningaminna en ella hefði verið mögulegt en hér er oft um að ræða fólk, sem með skattgreiðslum sínum lag… Lesa meira
Um Hollvinina
Tilgangur samtakanna, sem voru stofnuð 5. apríl 2006, er að styðja við, efla og styrkja endurhæfingarstarfsemi þá, sem fram fer á Grensásdeild Landspítala Háskólasjúkrahúss eða í tengslum við þá starfsemi.
Er það gert með öflun fjár til þeirrar starfsemi og eins með því að vekja athygli á og hvetja til styrktar starfseminnar á opinberum vettvangi.
Meðlimir eru 134. Meira má lesa um samtökin undir Hollvinir á heimasíðu samtakanna Heilaheill… Lesa meira