Ný ríkisstjórn og við

Ingólfur Margeirsson, rithöfundur

Heilabrot

Ingólfur Margeirsson, rithöfundur
Ingólfur Margeirsson, rithöfundur

Það hefur ekki farið framhjá neinum, að ný stjórn hefur tekið við landinu undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrum  félagsmálaráðherra en Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sem eitt sinn starfaði sem upplýsingafulltrúi Tryggingastofnunar hefur tekið við því ráðuneyti. Það er því ljóst, að þessir forystumenn í nýrri ríkisstjórn eru kunnir félags – og tryggingamálum. Báðir ráðherrar hafa tilkynnt mikla endurreisn ímálefnum þeirra sem minna mega sín.

Þessi ríkisstjórn hefur ekki langan tíma til stefnu, eða aðeins um 80 daga. Margir hópar munu sækjast eftir leiðréttingar sinna málefna. Einn hlýtur að vera Öryrkjabandalagið. Meðal okkar hlýtur að vakna sú spurning hvort Heilaheill eigi ekki að leita eftir skilningi og stuðningi nýrra stjórnvalda?

Á hvaða sviðum getur þessi aðstoð við okkur farið fram? Að mörgu er að taka. Fyrir utan hreinan fjárstuðning til Heilaheilla, má nefna skilning og aðstoð við uppbyggingu neytendastýrðrar þjónustu sem nærreyndar  til fleiri hópa en Heilaheilla. Auk þess er mikilvæg,t að samtök okkar leiti eftir stuðningi við endurhæfingu skjólstæðinga og bótum á húsnæðismálum þeirra sem hlotið hafa heilaslag. Upplýsingar og fræðsla um heilaslag er afar mikilvægt svo almenningi sé ljóst hvað heilaslag er og hver hættan sé á að fá slíkt áfall.

Þetta eru aðeins nokkur atriði. Af nógu er að taka. Auðvitað eru málefni Heilaheilla tengd heilbrigðisráðuneytinu. Það er því nauðsynlegt að þessi tvö ráðuneyti myndi samstarf við samtök okkar og um málefnin. Síðast en ekki síst kemur fjármálaráðuneytið að þessu málefni eins og að starfi og útgjöldum allra ráðuneyta. Þótt núverandi ríkisstjórn vinnist ekki tími til að framkvæma allar óskir okkar í smáatriðum geta fyrrnefnd ráðuneyti lagt línur fyrir störf ráðuneyta á komandi tímum.

Heilaheill/Ingólfur Margeirsson

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur