Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra opnaði heimasíðu Heilaheilla á HOTEL NORDICA mánudaginn 19. desember 2005. Tilgangurinn er að vinna að velferðar- og hagsmunamálum þeirra sem hafa orðið fyrir skaða af völdum heilablóðfalls.
Kynnt var Fyrstadagskort sem er ætlað á fyrsta degi þeim einstaklingi sem verður fyrir heilaáfalli, blóðtappa eða blæðingu. Sjúkratölur á Íslandi segja að það séu tveir á dag sem fá þetta, en sá þriðji fær öll einkenni sem ganga svo til baka og hann leitar sér ekki læknis! Ingólfur Margeirsson rithöfundur las úr bókinni “Afmörkuð stund” og áritaði hana og Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona áritaði bókina sína “Í gylltum ramma” í útgáfu Bókaútgáfu Æskunnar.
Talsmenn Heilaheilla í byrjun eru Þórir Steingrímsson, Katrín Júlíusdóttir, Edda Þórarinsdóttir og Ragnar Axelsson og svara í síma 860 5585.