Aðalfundargerð 2005

Aðalfundur Félags heilablóðfallsskaðaðra þ. 24. febrúar 2005.

1. Þóra Sæunn Úlfsdóttir, formaður félagsins setti fundinn og skipaði fundarstjóra Ellert Skúlason. Fundarritarar voru Þórunn Hanna Halldórsdóttir og Jónína Ragnarsdóttir.
2. Ellert Skúlason gaf fundarstjórn til Þóru Sæunnar á meðan hann las upp fundargerð síðasta aðalfunds sem fundarritari þess funds. Fundargerð var samþykkt einróma.
3. Þóra Sæunn fór yfir skýrslu stjórnar frá síðasta ári. Þar bar helst að farið hafði verið yfri félagaskrá, breytingar á stjórn, 10 ára afmælishóf, komið á stuðningsteymum og jafnvel stuðning við aðstandendur.
4. Bergþóra Annasdóttir gjaldkeri lagði fram reikninga félagsins. Reikningar voru einróma samþykktir.
5. Lögð var fram tillaga formanns skv. heimild 8.gr. laganna að fá aðalfund til að samþykkja nafnbreytingu félagsins, þar sem fram komi yfir- og undirtitill. Heimild aðalfundar næði til nafnanna “Heilaheill“, „Heilabrot“, “Heilavernd”, ”Heilafélagið”, “Heilaslagsfélagið” og “Slagfélagið”. Undirtitill hefur verið ákveðinn „Félag fólks sem fengið hefur heilablóðfall, aðstandenda og fagfólks“. Áætlað er að tilkynna nafnabreytingu síðar á félagsfundi. Þessi tillaga var lögð fyrir fundinn og var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema einu. 6. Kosið í stjórn: Þóra Sæunn Úlfsdóttir bauð sig áfram til formannsstarfa og var enginn mótframbjóðandi. Kosning Þóru Sæunnar var einróma samþykkt.
7. Í stjórn félagsins buðu sig fram Bergþóra Annasdóttir, Ellert Skúlason, Jónína Ragnarsdóttir og Þórir Steingrímsson og voru þau öll kosin einróma.
8. Skoðunarmenn reikninga buðu sig fram til áframhaldandi starfa en þeir eru Bergur Jónsson og Ellert Skúlason. Þeir fengu einnig fullan stuðning fundarmanna.
9. Þóra Sæunn þakkar Höllu…… fyrir góð störf í þágu félagsins. (og einhverjum fleirum, eða hvað)
10. Rætt var um Sambandþing Sjálfsbjargar en þangað hefur Halla…. farið síðustu ár. Ákveðið að Halla fari aftur í ár með einn stjórnarmann með sér til að koma honum inn í málin.
11. Önnur mál: Þóra Sæunn tilkynnir að þetta sé líklega í síðasta skipti sem fundað verði í Oddshúsi en af skilaboðum frá nýrri stjórn Oddshúss má skilja að félagið fái ekki afnot af honum aftur. Vonir standa til um það að næsti fundir verði haldinn í sal í Sjálfsbjargarhúsinu.
12. Helgi tilkynnir að hann sé að hætta viðskiptum að mestu leyti en að hann muni áfram tengjast að einhverju leyti sokkaumboðinu. Hann mun reyna að koma því á að sokkarnir standi félagsmönnum til boða á lægra verði áfram.
13. Þorsteinn Gíslason benti á að hálsbindi fyrir einhenta fáist á um 2000 krónur í Herra Hafnarfirði.
14. Kaffihlé
15. Þóra Sæunn kynnir ræðumann kvöldsins; Sigríði Magnúsdóttur sem eftir kaffihléið kynnti áhugaverðar rannsóknir sínar á málstoli. Gert er kaffihlé og aðalfundi slitið.

Reykjavík 4. mars 2005
Þórunn Hanna Halldórsdóttir og Jónína Ragnarsdóttir.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur