Stjórnarfundur HEILAHEILLA kl.17:00 fimmtudaginn 19. maí með tengingu norður á Akureyri í Oddsstofu að Sigtúni 42, Reykjavík. Páll afbókaði sig og sömuleiðis Kolbrún.
Mættir Baldur, Axel og Þórir.
Dagskrá
1. Formaður setur fund og gefur skýrslu. Sjá 4. lið. ISD, International Stroke Day,er 29 október. Evrópusamtök(SAFE)okkar hafa rætt um að standa myndarlega að deginum m.a. með útgáfu hver í sínu landi, og leita sameiginlegra styrkja t.d. hjá Evrópuráðinu og hjá lyfjafyrirtækjum. Fékk góðan hljómgrunn og Þóri falið að vinna að verkefninu.
2. Fjárhagsstaðan. Styrkur kominn frá Öryrkjabandalaginu. Axel telur fjárhagsstöðu góða.
3. Akureyrarferðin. Þórir gerði grein fyrir henni en fundur verður þar á morgun.
4. Sumarferðalagið. Blásið af. Aðeins 11 tóku þátt í skoðanakönnun um það hvort að fara ætti og hvert og hvenær. Þar af vildu sex ekki fara. Rætt um að halda árshátíð eða eitthvað álíka með skyldum samtökum. Samþykkt að Axel yrði í því samstarfi.
6. Boð Sigfúsar Helga Kristinssonar. Styrkur samþykktur að upphæð kr. 200 þúsund til þess að kynna ritgerð sem hann hefur unnið að á ráðstefnu hjá AFASÍ um málstol.
7. App-umræða – Um er að ræða söfnunarapparatus. þeir ætla að kynna það. Komu ekki. Ákveðið að bíða með þetta App fram á haustið a.m.k. og einhenda okkur á hitt appið um slag.
8. Önnur mál.