Fundargerð stjórnar 1. sept 2016

Stjórnarfundur Heilaheilla haldinn 1. september 2016 kl.16:00 í Oddsstofu að Sigtúni 42, Reykjavík.

Mættir: Gunnhildur Hjartardóttir, Axel Jespersen, Kolbrún Stefánsdóttir, Þórir Steingrímsson og Baldur Kristjánsson

Afboðun: Páll Árdal

Fjarverandi:  Haraldur Ævarsson og Árni Begmann

 1. Dagskrá:
 2. Formaður flytur skýrslu um stöðu félagsins
 3. Fjárhagsstaða félagsins
 4. Dagskrá vetrarins
 5. Önnur mál.

       1.  Formaður flutti skýrslu

Formaðurinn flutti skýrsluum starfsemi félagsins. Minntist m.a. á nýafstaðið maraþonhlaup, nýgert app, laugardagsfundi o.fl. Þá skýrði formaður frá  kynningarfundum með fjölmiðlum þar sem hann og fleiri kynntu nefnt app.  Um 700 manns hafa halað appinu niður í síma eða tölvur, en apparatið er eins og komið hefur fram í fundargerð áður  öryggisapparat fyrir þá sem telja að þeir séu að fá heilaáfall(stroke), auðveldar þeim að átta sig á því sem er að gerast og auðveldar þeim að kalla eftir hjálp.  Ákveðið var að sækja um auglýstan samfélagsstyrk Landsbankans til kynningu á appinu.  Heilaheill skuldar gerendum appsins nú eina milljón króna.  Formaður var beðinn um að láta vita með tölvupósti til félagsmanna þegar hann fer í sjónvarp til að kynna starf félagsins.  100.000 kr. komu inn á Reykjavíkurmaraþoninu. Félagið hefur nú tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoni frá árinu 2007. Fjárhagsstaða félagsins.

2,  Fjárhagsstaða félagsins.
Fjárhagsstaða félagsins er nú um 3.000.000 í plús að sögn gjaldkera. Samþykkt var  að sækja um styrki frá fyrirtækum t.d. varðandi kostnað við nefnt app.

3.  Dagskrá vetrarins.
Rætt um dagskrá vetrarins og um það til hvers við reynum að mæta fólki með viðveru og fundum.  Föst viðvera á sjúkrastofnunum heldur áfram. Laugadagsfundir halda áfram, 1. laugardag  í hverjum mánuði, stjórnarfundir eru ráðgerðir mánaðarlega, fundir verða eins og áður á (málstols)mánudögum og þriðjudögum

4.  Önnur mál.

 • Nordisk Afasiråd 
  Bryndís Bragadótttir og Axel Jespersen halda utan á stjórnarfund Nordisk Afasiråd í Osló um málstolið um miðjan mánuðin m.a. að reyna að koma málstolinu inn í íslenska velferðarkerfið.  Rætt var  um leiðir til að kenna málstol, hlutverk skólakerfis, velferðarþjónustu.  Formaður Talmeinafræðinga Þórunn Halla Hafsteinsdóttir kemur vonandi á fund með AFASI fólki.  Málstol þarf að vera sérstakur þáttur í kerfinu og er unnið eftir því.  Axel kynnti hugmynd um að Öryrkjum yrði boðið í Hvalskoðun en slïk hugmynd hefur komið upp hjá Hvalaskoðunarfyrirtæki. Leiðrétt var greiðsla til formanns sem hefur greitt tengingu hjá símanum til Heilaheilla í rúmt ár að upphæð 166.798 krónur.  Fram kom að Njáluferð félagsins tókst sérstaklega vel. þáttakendur voru 17 og leiðsögumaður var Bjarni Eiríkur Sigurðsson.  Fram kom að Horizon 2020 (European Council – Evrópuráðið) hefðu skrifað Heilaheill og beðið um lýsingu á stöðu heilaheilbrigðismála hér. Þetta er liður í átaki þeirra að “Horfa yfir heiminn fram til 2020.” Ráðuneytin svöruðu að beiðni Heilaheilla.
 • Slagorðið
  Blaðið. Pétur Bjarnason sér um blaðið. Rætt um mögulegar ráðleggingar til Péturs. Stjórnarfólki fannst ekki rétt að borga fólki fyrir að skrifa í blaðið.

Fleira gerðist ekki.

Baldur Kristjánsson, ritari

Sent from my iPad

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
 • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

 • wordpress_test_cookie
 • wordpress_logged_in_
 • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur