Fundargerð stjórnar 3. nóv 2016

Stjórnarfundur HEILAHEILLA fimmtudaginn 3. nóvember 2016 kl.16:00 í Oddsstofu (fundarherbergi) Sigtúni 42, 105 Reykjavík með tengingu til Akureyrar.
Mættir:Þórir Steingrímsson, form., Kolbrún Stefánsdóttir, varafrorm., Gunnhildur Hjartardóttir, Axel Jespersen, gjaldkeri og Páll Árdal með tengingu norður á Akureyri.
Fjarverandi: Baldur Kristjánsson, ritari (tilk. veikindi), Haraldur Ævarsson og Árni Bergmann Gíslason.

Gengið til dagskrár:

1. Formaður gefur skýrslu
Þórir greindi frá fundi sínum með Birni Loga Þórarinssyni, taugasérfræðingi LSH og Elíasi Ólafssyni, yfirlækni á B2, er kváðu að samskipti félagsins og spítalans yrðu að eflast á næst ári.
2. Gjaldkeri kynnir fjárhagsstöðu félagsins
Axel Jespersen, gjaldkeri, kvað fjárhagsstöðuna góða og það hefðu borist reikningar frá söfnunarfyrirtækinu Öflun ehfer sá um úthringingar til styrktaraðila vegna útgáfu Slagorðsins. Eftir stuttan útreikning töldu fundarmenn að blaðið stæði undir vel sér og búið væri að greiða nokkra reikninga og því engin teikn á lofti um að fjárhgsstaðan væri slæm.
3. Greiðasla v/málstols
Þórir gerði grein fyrir umsókn Brynhildar Bragadóttur, um að fá greiddar kr.8.000,- fyrir að stýra málstolshópi HEILAHEILLA á mánudögum frá kl.13-15 og á fimmtudögum frá kl.17-19. Var samþykkt að verða við beiðninni og var gjaldkera falið að afgreiða málið.
4. Greiðsla til málsvara hópa
Þórir gerði grein fyrir að félagið greiddi stjórnanda móttöku félagsins á opnu húsi á þriðjudögum frá kl.13-15 kr. 4.000,-. Var það samþykkt og var gjaldkera falið að afgreiða málið.
5. Tölvukaup gjaldkera
Þórir gerði grein fyrir umsókn gjaldkera um að félagið keypti handa honum fartölvu til sinna nota. Var það samþykkt.
6. Ferðakostnaður og dagpeningar
Kolbrún lagði til að þeir sem ferðuðust erlendis á vegum félagsins fengju greidda dagpeninga fyrir hvern sólarhring. Benti hún á að þetta er eins og c.a. tveir tímar í laun í útseldri vinnu en sú vinna sem félagsmenn, sem fara í ferðirnar, oft mjög erfið og þreytandi og margir klukkutímar bæði á meðan, fyrir og eftir ráðstefnur. Til að koma til móts við þá sem leggja á sig, vegna áhuga á málefninu, þá vinnu að fara fyrir félagið þá lagði hún til að samþykkt verði að greiða þessa dagpeninga enda er styrkur veittur fyrir þessari vinnu frá Öryrkjabandalaginu og sýna þarf fram á að þessi vinna kosti fé. Fyrir hvern sólarhring og byrjun á honum er t.d. til Amsterdam 94 SDR sem gera þá 14.665 pr. dag.  Var þetta borið upp á samþykkt einróma.
7. Styrkumsóknir
Þórir og Kolbrún gerðu grein fyrir hvernig styrkumsóknum hafi verið hagað á vegum HEILAHEILLA og hvernig því yrði haldið áfram. Engar athugasemdir komu fram.
8. Samskipti við LSH
Þórir greindi frá því að nokkrir talsmenn innan SAMTAUGAR óskuðu eftir að hafnar yrðu viðræður við yfirstjórn LSH um gildandi samkomulag aðila um gagnkvæm upplýsingaskipti sem undurritaðir voru 20. desember 2005.
9. Samskipti við Go Red
Kolbrún gerði grein fyrir fundi er hún átti með fulltrúum Hjartaheilla og Hjartaverndar um GoRed-átakið. Vænti hún mikils af því samstarfi á næsta ári.
10. Útgáfa SLAGORÐS – útgáfuteiti
Ákveðið var að falast eftir því við Pétur Bjarnason að hann tæki aftur að sér ritsjórn blaðsins 2017. Þórir kvaðst hafa haft tal af Þresti Leó Gunnarssyni, leikara, er ætlar að ræða við fundargesti um Gísla á Uppsölum, Selárdal og að laugardagurinn næsti yrði einnig notaður sem útgáfuteiti.
11. Staða málstolsins
Þórir sagði félagið væri að leggja fyrirspurnir til stjórnarmeðlima í Nordisk Afasiråd um málstol í þeirra löndum. Þau svör eru að berast, er síðar leiða til fyrirspurnar til íslenskra stjórnvalda.
12. Önnur mál
Engin önnur mál voru rædd

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur