Aðalfundur Heilaheilla haldinn í Hringsal LSH og með fjarfundabúnaði á Sjúkrahúsinu á Akureyri 26. Febrúar 2011 kl. 13.00
Formaður Þórir Steingrímsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna
Ellert Skúlason var tilnefndur fundarstjóri og Þórólfur Árnason fundarritari og var það samþykkt.
Gengið til dagskrár aðalfundar.
1. Skýrsla stjórnar.
Formaður flutti skýrslu stjórnar (aðgengileg á netinu)
2. Framlagðir endurskoðaðir reikningar til samþykktar.
Í forföllum gjaldkera gerði formaður grein fyrir reikningum Heilaheilla og Kristín Stefánsdóttir fyrir reikningum Faðms. Reikningarnir voru samþykktir samhljóða.
3. Lagabreytingar:
Lögð fram tillaga um breytingar á greinum 5 og 6.
5. Grein hljóði svo:
Skipun stjórnar.
Stjórn félagsins skal skipuð sex félagsmönnum: formanni, varaformanni, ritara og gjaldkera, auk tveggja meðstjórnenda. Stjórn félagsins skal kosin til þriggja ára í senn, formaður sérstaklega, en varaformaður, ritari, Stjórn félagsins gjaldkeri, meðstjórnendur saman og tveir varamenn sér. Varaformaður gegnir formennsku í forföllum formanns. Varamenn taka þátt í stjórnarfundum.
6. Grein hljóði svo:
Starf stjórnar.
Stjórnarfundir eru lögmætir, ef meirihluti er mættur á fund. Varaformaður gegnir formennsku í forföllum formanns og gjaldkeri hefur á hendi ábyrgð og eftirlit með fjárreiðum félagsins.
Tillagan samþykkt.
4. Kosning stjórnar.
Formaður var kjörinn: Þórir Steingrímsson
Í stjórn voru kosin: Sigurður Hjalti Sigurðsson
Edda Þórarinsdóttir
Ingólfur Margeirsson
Albert Páll Sigurðsson
Þórólfur Árnason
Í varastjórn: Sigríður Þormar
Ólöf Þorsteinsdóttir
5. Kosning skoðunarmanna: Ellert Skúlason
Bergur Jónsson
6. Fjárhagsáætlun.
Í forföllum gjaldkera gerði formaður grein fyrir fjárhagsáætlun í mjög stuttu máli. Málið afgreitt.
7. Kosningar í ráð og nefndir:
Fjáröflunarnefnd Pétur Rafnsson
Framvarðasveit Edda Þórarinsdóttir
Kaffihópur Gunnhildur Þorsteinsdóttir
Bergur Jónsson
Hrafnkell Kárason
Dröfn Jónsdóttir
Hörður Brandsson
Elín Guðnadóttir
Ellert Skúlason
Þingnefnd Sævar Guðjónsson
Magnhildur Gísladóttir
Aðstandendur Þórólfur Árnason
Faðmur Kristín Stefánsdóttir
Glitnissjóður Guðrún Jónsdóttir
Ferðahópur Dagmar Bjartmarz
Norðurdeild Páll Árdal / Helga Sigfúsdóttir
Go Red Sigríður Þormar.
8. Önnur mál. Ingólfur Margeirs ræddi málin vítt og breitt, m.a. hugmynd um framkvæmdastjóra.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Þórólfur Árnason fundarritari.