Aðalfundargerð 2010

Aðalfundur Heilaheilla 27. febrúar 2010 haldinn í Hringsal LSH og með fjarfundabúnaði á Sjúkrahúsið á Akureyri

Formaður Þórir Steingrímsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Sigurður Sigurðarson tilnefndur sem fundarstjóri og Helga Sigfúsdóttir sem fundarritari og var það samþykkt. Gengið til dagskrár aðalfundar skv. 7. gr. laga félagsins.

1. Skýrsla stjórnar félagsins
Þórir Steingrímsson flutti skýrslu stjórnar og fór yfir starfsemi félagsins sl.ár. Greindi meðal annars frá samstarfi Heilaheilla við Hringsjá, Sjálfsbjörgu og heilbrigðisráðuneytið. Ræddi einnig um aðkomu Heilaheilla að vinnu við kynningu og innleiðingu á notendastýrðri þjónustu við fatlaða. Gunnar Finnsson frá Hollvinasamtökum Grensás kom með innlegg í skýrslu formanns og greindi frá átakinu Á rás fyrir Grensás. Þeir fjámunir sem söfnuðust í átakinu munu renna til fyrirhugaðara framkvæmda við stækkun Grensásdeildar.
Skýrsla formanns samþykkt.
2. Framlagðir endurskoðaðir reikningar til samþykktar.
Edda Þórarinsdóttir fór yfir reikninga félagsins. Greindi frá sparnaði í greiðslum á húsaleigu eftir að leigu á herbergi í Sjálfsbjargarhúsinu var sagt upp.
Kristín Stefánsdóttir fór yfir reikninga Faðms sem nú eru aðskildir frá reikningum Heilaheilla. Greindi einnig frá því að stefnt er að styrktartónleikum sunnan og norðan heiða líkt og var á sl. ári.
3. Lagabreytingartillögur bornar upp til afgreiðslu.
Engar tillögur að lagabreytingum lágu fyrir fundinum.
4.Kosning stjórnar.
Sama stjórn situr áfram.
5. Kosning 2ja skoðunarmanna reikninga.
Sömu skoðunar menn sitja áfram.
6. Fjárhagsáætlun borin upp til samþykktar

7. Kosning fulltrúa og talsmanna félagsins í ráð og nefndir.
Sævar Guðmundsson verður annar tveggja fulltrúa á þing Sjálfsbjargar. Stjórn félagsins veitt heimild til að velja annan fulltrúa.
8. Önnur mál.
Edda Þórarinsdóttir greindi frá einnar milljón króna styrk frá ríkinu á árinu 2010 og samstarfi Heilaheilla við fyrirtækið Öflun um öflun styrkja frá fyrirtækjum.
Fjallað um notendastýrða þjónustu og kom fram að reglugerð þar að lútandi er í smíðum í ráðuneytinu.
Rætt vítt og breytt um hvernig hægt væri að gera félagið Heilaheill ennþá sýnilegra t.d. með heimsóknum félagsmanna á stofnanir, dreifingu bæklinga og aðgengilegum upplýsingum á heimasíðunni.
Fleira ekki gert og fundi slitið.

Helga Sigfúsdóttir fundarritari

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur