Aðalfundargerð 2009

Aðalfundur Heilaheilla haldinn laugardaginn 28.02.2009 kl. 14:00-16:00 í Hringsal LSH og með fjarfundabúnaði til Sjúkrahússins á Akureyri .

Formaður Þórir Steingrímsson (ÞS) setti fundinn og bauð gesti velkomna. Stungið var upp á Ellert Skúlasyni (ES) sem fundarstjóra og Helgu Sigfúsdóttur (HS) sem fundarritara og var það samþykkt.
Gengið var til dagskrár aðalfundar skv. 7. gr. félagsins.
1.Skýrsla stjórnar félagsins.
Fundargerð síðasta aðalfundar lesin upp og samþykkt án athugasemda
ÞS flutti skýrslu stjórnar og kom m.a. inn á eitt af meginmarkmiðum félagsins sem er að koma þekkingu um sjúkdóminn slag á framfæri. Einnig ræddi hann mikilvægi málefnahópa félagsins og fór yfir helstu fundi á vegum félagsins sl. ár. Greindi frá samvinnu Heilaheilla við önnur hagsmunasamtök sjúklinga svo sem Sjálfsbjörgu, Öryrkjabandalagið og Samtaug auk Hollvinasamtaka Grensáss. Lagði í lokin áherslu á áframhaldandi vinnu að innleiðingu notendastýrðrar þjónustu.
Ávarp Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur félags-og tryggingamálaráðherra .
Fram kom að ráðherra hyggst beyta sér fyrir því að fulltrúi Heilaheilla komi að vinnu á vegum ráðuneytisins að því að innleiða notendastýrða þjónustu hérlendis.
2.Framlagðir endurskoðaðir reikningar til samþykktar.
Kristín Stefánsdóttir í stjórn Faðms fór yfir reikninga Faðms sem nú hafa verið aðskildir frá reikningum Heilaheilla. Ræddi það markmið stjórnar Faðms að efla sjóð hans þannig að hann stæði undir sér. Sagði einnig frá hugmyndum um stofnum umræðuhóps ætlaðan fólki sem fengið hefur slag og er með ung börn á sínu framfæri.
Edda Þórarinsdóttir fór yfir reikninga Heilaheilla. Greindi frá því að félagið fær sömu fjárhæð í styrk frá ríkinu á þessu ári og verið hefur þ.e. 1,5 m. Greindi frá sparnaðaraðgerðum varðandi húsaleigu þ.e. að segja upp leigu á herbergi í Sjálfsbjargarhúsinu en leigja þar áfram sal til fundahalda.
3.Lagabreytingatillögur bornar upp til afgreiðslu.
Engar lagabreytingar höfðu komið fram.
4.Kosning stjórnar.
Núverandi stjórn situr áfram.
5.Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
ÞS gerði tillögu að sömu skoðunarmönnum og verið hafa þ.e.Bergi Jónssyni og ES og yrðu þeir skoðunarmenn fyrir bæði Heilaheill og Faðm. Þessi tillaga samþykkt.
6.Fjárhagsáætlun borin upp til samþykktar.
Farist hafði fyrir að gera fjárhagsáætlun. Vísað til stjórnar.
7.Kosning fulltrúa og talsmanna félagsins í ráð og nefndir.
ÞS bar fram tillögu þess efnis að Kristján Eiríksson og Birgir Henningsson sætu áfram í ferðanefnd og var það samþykkt en jafnframt óskað eftir liðsauka í nefndina ef einhverjir hefðu áhuga.
8.Önnur mál.
Gunnar Finnsson frá Hollvinasamtökum Grensáss greindi frá stöðu mála varðandi viðbyggingu við Grensás sem Sjóvá hugðist styrkja en þar situr nú allt fast, samtökin hyggjast halda málinu vakandi. Sagði frá styrk samtakanna til Grensásdeildar í formi kaupa á matarvögnum og þar með væru sjóðir samtakanna nær tæmdir. Ræddi fyrirhugaðan niðurskurð á Grensásdeild sem samtökin telja uggvænleg tíðindi.
Fundarstjóri sleit fundi 16:10

Helga Sigfúsdóttir fundarritari

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur