Talið er að u.þ.b. 36% af þeim er fá heilablóðfall hér á landi megi rekja til gáttatifs, óreglulegs hjartsláttar (Atrial Fibrillation). Föstudaginn 22. júní s.l. funduðu talsmenn “HHH-hópsins” þ.e. vinnuheiti fulltrúa Hjartaheilla, HEILAHEILLA og Hjartaverndar, – þau Þórir Steingrímsson, Anna Sveinbjarnardóttir frá HEILAHEILL, Jóhanna Eyrún Sverrisdóttir, frá Hjartavernd og Valgerður Hermannsóttir frá Hjartaheill, í tilefni af undirbúningi og framkvæmd á alþjóða hjartadeginum, er verður haldinn laugardaginn 29. september 2018 á Smáravelli í Kópavogi. Boðið er upp á maraþonhlaup og skemmtilega hjartagöngu með góðu fólki frá kl.10:00-12:00. Hjartaheill og Heilaheill eru frjáls og óháð félagasamtök, – Hjartavernd, er leiðir verkefnið, er aftur á móti opinber rannsóknarstofnun í tengslum við fræðasamfélagið, háskólana og heilbrigðiskerfið. Félagar HEILAHEILLA hafa lagt þessu góða málefni lið, vegna þess að hjartagalli s.s. gáttatif (Atrial Fibrillation) getur leitt til slags (heilablóðfalls) og jafnvel dauða. Samvinna þessara félaga hefur gengið vel og vakið almenning til vitundar um að allir hafa hjarta, sem ber að gæta. Hjartavernd hefur allt frumkvæði um að þessu samráðsverkefi og eru landsmenn allir hvattir til að taka þátt!