Á 1. Laugardagsfundi HEILAHEILLA 1. september 2018 heimsótti Eyþór Árnason, ljóðskáld, leikari og jafnframt sviðsstjóri Hörpunnar gesti og las úr verkum sínum, m.a. um vitavörðinn í Öxnadal, Jónas Hallgrímsson o.fl.. Eftir skýrslu formannsins, Þóris Steingrímssonar, ræddi Eyþór við fundarmenn og sló á létta strengi. Þessi fyrst fundur var vel sóttur og margar fyrirspurnir voru bornar fram eftir skýrslu formanns og eftir af hafa horft var á fyrirlestur Björns Loga Þórarinssonar, lyf- og taugalæknis um nýtt verklag á Landspítalanum.