Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands var haldinn föstudaginn 5. október 2018, kl. 16.00-20.00 og laugardaginn 6. október kl. 10.00-17.00 á Hilton Reykjavik Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Þeir Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA og Páll Árdal, gjaldkeri, voru fulltrúar félagsins á þessum fundi og mikill hugur var í félagsmönnum er tóku til máls og var það rómur á vel hafi til tekist. Nokkur ný félög gengu í bandalagið. Nokkrar ályktanir lágu fyrir sem voru samþykktar eftir nokkrar umræður. Má segja að mikill einhugur ríkti með málshefjendum og fagnað var nýrri aðkomu stjórnvalda að málefnum fatlaðs fólks. Formaðurinn, Þórir, var kjörinn í laganefnd ÖBÍ til 2ja ára. Myndirnar tók Einar Ólason