Miðvikudaginn 12. desember var góður fundur í Akureyrardeildinni á Greifanum á Akureyri. Sjúklingar, aðstandendur og aðrir velunnarar áttu góða jólastund saman og stjórnarmeðlimirnir Páll Árdal og Haraldur Bergur Ævarsson lýstu stöðu félagsins. Þá greindi Páll frá Berlínarför fulltrúa HEILAHEILLA í lok nóvember s.l., en stjórnarmeðlimirnir Þórir Steingrímsson, formaður og Baldur Kristjánsson, ritari, sátu einnig, ásamt Páli, 3ja daga ráðstefnu Evrópusamtakanna SAFE (Stroke Alliance for Europe), auk þess sem formaðurinn tók við viðurkenningu samtakanna fyrir mjög vel unnin störf á s.l. árum fyrir að veikja athygli almennings á slaginu o.fl.. Eftir að fundargestir nutu góðra veitinga héldu þeir glaðir á braut.